1. Kosning í embætti, ritara, gjaldkera og varaformanns
Fundarmenn sammælast um að María Rúnarsdóttir, verði ritari, Kristín Þorgeirsdóttir verði gjaldkeri og Svein Heiðar Jóhannsson, verði varaformaður.
2. Formannafundur LH
Formaður Sörla, Atli Már mun mæta á fundinn fyrir hönd Sörla sem er á dagskrá 18. nóvember nk . Þá hafa aðildarfélög LH rétt á að senda 2 fulltrúa til viðbótar.
3. Skipulag á efra hverfi, skítagámar – taðþrær, kerrusvæði
Formaður og framkvæmdarstjóri áttu fund með Hafnarfjarðarbæ m.a. í því skyni að ræða lausnir á framangreindu. Á þeim fundi var ákveðið að fulltrúar Sörla myndu koma með tillögu að lausn eigi síðar en 24. október nk. Fundarmenn ræddu ýmsar útfærslur á lausnum varðandi losun á skít. Einnig rætt að það verði gerð aðstaða á 3 stöðum fyrir hestakerrur. Þá ræddu fulltrúar Sörla einnig við starfsmenn bæjarins um að gerð verði aðstaða fyrir hross við Hvaleyrarvatn.
4. Frá framkvæmdarsjóra
a. Félagshús
Rætt um að setja uppfæra húsreglur í félagshúsinu og gera skriflega samninga við leigjendur í húsinu. Arnóri falið að skoða þetta.
Ákveðið að setja upp öryggismyndavélar í félagshúsið á þremur stöðum.
b. Árs- og uppskeruhátíð, afreksverðlaun o.fl.
Undirbúningur skemmtinefndar í fullum gangi og allt stefnir í frábæra uppskeruhátíð fyrir fullorðna. Þá er stjórn að skipuleggja uppskeruhátíð barna og unglinga sem verður haldin föstudaginn 17. nóvember. Búið er að fá frábæra tónlistarmenn til að skemmta á hátíðinni og matseðilinn alveg að verða klár.
c. Afmælisár 2024 – 7. febrúar félagið 80 ára
Fundarmenn sammála um að halda vel upp á afmælið og byrja strax í janúar 2024. Ákveðið að stækka þorrablótið og halda upp á afmælið.
d. Landsmótsár, jakkar + gallar
Formaður er að leita eftir tilboðum í jakka. Einnig rætt um að kanna hvort að áhugi og grundvöllur sé fyrir að bjóða upp á merkta galla.
5. Önnur mál
Framkvæmdarstjóri fer yfir að bæta þurfi úr brunavörnum á Sörlastöðum í framkvæmdunum.
Reglulegir fundartíma stjórnar annan þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20:00