1. Árshátíð – verðlaun, gullmerki, nefndarbikar
Sigurður Ævarsson mætti til fundar stjórnar og kynnti niðurstöður vegna afreksverðlauna.
Þá var tekið fyrir erindi frá æskulýðsnefnd er varðar tillögur að efnilegasta ungmenninu og unglingnum.
Farið var yfir tillögur kynbótanefndar um verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross ræktuð af Sörlafélögum í aldursflokkum 4-7 vetra.
Stjórn sammældist um hvaða nefnd hlyti nefndarbikarinn í ár.
Stjórn sammældist um hvaða félagsmenn skuli hljóta gullmerki félagsins í ár.
2. Keppnisjakkar félagsins
Formaður fór yfir að hann hafi rætt við nokkra aðila vegna hönnunar og kaupa á Sörla keppnisjökkum sem stefnt er að verði til sölu fyrir landsmót 2024.
3. Skipulagsbreytingar á efra svæði – taðgámar.
Fulltrúar stjórnar hafa verið í samræðum við Hafnarfjarðarbæ um tillögur að staðsetningu fyrir taðgáma á efra svæði félagsins. Tillögur voru sendar frá Sörla og í framhaldinu komu athugasemdir frá bænum sem stjórn var sammála um að væru til bóta og voru þær samþykktar af stjórnarmönnum.
4. Aðstoð við hestamenn í Grindavík.
Formaður hefur verið í sambandi við formann hestamannafélagsins Brimfaxa í Grindavík og boðið fram aðstoð fyrir félagsmenn þeirra. Fram kom að flestir hestamenn væru búnir að koma sínum hrossum í skjól. Formaður lagði áherslu á að Sörlafélagar væru tilbúnir til aðstoðar ef á þyrfti að halda.
5. Frá framkvæmdastjóra
a. Vegir malbikaðir – gamlar reiðleiðir
Framkvæmdarstjóri segir frá því að vegur við Kaldárselsveg sem áður var reiðleið hefur nú verið malbikuð að hluta, án þess að nokkur maður hafi upplýst framkvæmdarstjóra eða stjórn um það. Ákveðið að óska eftir því að reiðveganefnd athugi málið og eigi samtal við Hafnarfjarðarbæ vegna þessa.
b. Félagshús – Ábyrgðaryfirlýsing ofl.
Stjórnarmaður hefur gert drög að ábyrgðaryfirlýsingu fyrir meðlimi í félagshúsi. Stjórnarmenn gera ekki athugasemdir við yfirlýsinguna og er framkvæmdarstjóra falið að óska eftir að meðlimir í félagshúsinu undirriti yfirlýsinguna fyrir sitt leyti.
Farið yfir ýmislegt sem upp hefur komið í rekstri félagshússins og að mikið mæði á framkvæmdarstjóra vegna þess. Rætt um fyrri áform um að ráða starfsmann í hlutastarf til að annast félagshúsið. Ákveðið að útbúa starfslýsingu og auglýsa eftir starfsmanna fljótlega
c. Jólaböll – í reiðsal
Jólaböll verða haldin í reiðhöllinni milli jóla og nýjars. Um er ræða mikla fjáröflun fyrir félagið. Aðgengi félagsmanna að reiðhöllinni kann að takmarkast að einhverju leyti á þessu tímabili en reynt verður að halda því í lágmarki.
d. Leiga á höll – fyrirspurn frá félagsmanni/atvinnumanni
Rætt um hvort komi til álita að leigja höllina t.d. fyrir kennslu eða æfingar. Í ljósi þess að við erum með litla reiðhöll eins og staðan er og hún er almennt í mikilli notkun eru stjórnarmenn sammála um að svo stöddu sé ekki æskilegt að aðgengi félagsmanna sé takmarkað meira en orðið er.
6. Önnur mál
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30