1. Villikettir – bókun stjórnar
Stjórn hestamannafélagsins Sörla gerir svo fellda bókun á stjórnarfundi þann 11. janúar 2023: Vegna beiðni Villikatta um að Hafnarfjarðarbær úthluti þeim endurgjaldslaust lóð við Kaplaskeið á athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla telur stjórn hestamannafélagsins Sörla mikilvægt að fram komi að stjórnin er andvíg þessum áformum og skorar á Hafnarfjarðarbæ að hafna erindinu enda samrýmist starfsemi Villikattafélagsins ekki þeirri starfsemi sem gert er ráð fyrir að fari fram á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Stjórn hestamannafélagsins Sörla bendir á að á félagssvæðinu er takmarkaður fjöldi lóða fyrir hesthús og starfsemi því tengdu. Ekki er augljóst að í fyrirsjáanlegri framtíð verði frekara byggingaland i boði fyrir hesthús og því mótmælir félagið því að lóðum á svæðinu verði úthlutuð til annarskonar starfsemi en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
2. Rekstrarsamningur á milli Sörla og bæjarins
Formaður kynnir drög að samstarfssamningi milli Sörla og Hafnarfjarðarbæjar. Nauðsynlegt að fá frekari skýringar frá Hafnarfjarðabær á einstökum ákvæðum samningsins og mun formaður vera áfram í samskiptum við bæjarfélagið.
3. Komdu í hestana - verkefni um nýliðun
Verkefnið er í fullri vinnslu og kynningarefni í undirbúningi.
4. Frá framkvæmdastjóra
a. Þorrablót
Er á dagskrá 21. janúar nk. Framkvæmdarstjóri fer yfir praktísk atriði í tengslum við viðburðinn og hvernig undirbúningur skemmtinefndar gengur
b. Fjáraflanir
Farið yfir hugmyndir að fjáröflun.
c. Reiðhöllin og námskeið
Farið yfir áætlun um námskeið og fræðslu í vetur.
5. Önnur mál
Framkvæmdarstjóri leggur til að félagið fjárfesti í léttum hnökkum fyrir félagshús. Samþykkt að fá tilboð í 10 hnakka sem henta vel fyrir börn.
Ákveðið að moka eins og hægt er í hvíta úti gerðinu þannig að félagsmenn geti notað gerðið.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20:00