2023-03 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Skötuveisla Sörla

Hin árlega skötuveisla Sörla verður að Sörlastöðum, laugardaginn 16. desember 2023, kl. 12. Um er að ræða fjáröflun félagsins sem allar nefndir koma að.

2. Keppnisjakkar félagsins

Nokkrar tillögur að sniði og efni liggja fyrir. Stjórn og framkvæmdarstjóri eiga von á að fá prufueintök á næstu dögum til skoðunar.

3. Frá framkvæmdastjóra

a.       Bréf vegna Hvaleyrarvatn

     Bréf til umhverfis og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar/Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er varðaði synjun nefndarinnar á beiðni Sörla um að halda ístöltmót á Hvaleyrarvatni í lok árs. Bréfið er meðfylgjandi fundargerð þessari.

b.       Erindisbréf vegna Kaldárselsvegar

Rætt um að óska eftir vegriði meðfram Kaldárselsveginum sem tengir neðra og efra hverfi saman. Í vetur hafa tvær bifreiðar farið af veginum og mildi að ekki hafi hlotist af tjón hjá hrossum og/eða knöpum. Að mati stjórnarmanna er hér um mikilvægt öryggisatriði að ræða.

c.       Jólaböll – skipulag

Fyrir liggur að reiðhöllin hefur verið leigð fyrir jólaball þann 27. desember nk. Um er að ræða mikilvægt fjáröflunarverkefni fyrir félagið. Æskulýðsnefnd er að kanna áhuga á því að hafa sameiginlegt jólaball nokkurra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu þann 28. desember nk.

d.      Securitas – myndavélakerfi

Framkvæmdarstýra upplýsir um að ýmis vandamál hafa komið um með öryggiskerfið í reiðhöllinni. T.a.m. hafi brunaboði ítrekað farið af stað með tilheyrandi kostnaði þar sem það krefst útkallsþjónustu frá þjónustuaðila. Erfitt hafi verið að fá þjónustuaðila til að bæta úr því. Að endingu hafi kerfið verið yfirfarið á kostnað félagsins.  Rætt um hvort nauðsynlegt sé hafa öryggiskerfi og þá hvort að öryggiskerfið sem er í reiðhöllinni og félagshúsinu standist þær kröfur sem gerðar eru.

6. Önnur mál

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:30