2023-04 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Ráðning starfsmanns í hlutastarf.

Beðið er eftir samþykki á nýjum rekstrarsamningi á milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar, þegar hann verður undirritaður þá verður auglýst eftir nýjum starfsmanni í hlutastarf fyrir félagið.

2. Komdu í hestana

Er í vinnslu og verður sett í gang næsta haust.

3. Frá framkvæmdastjóra

a. Félagshús

Jón söðlasmiður er að leita tilboða í hnakka, sýnishorn væntanleg.

b. Happdrætti

Ákveðið að halda þeirri fjáraöflun áfram. Allir stjórnarmenn ætla að fá einhverja tvo öfluga með sér til að afla vinninga, til að dreifa vinnunni.

c. Reiðhöllin og námskeið

Verðum að bæta inn efni fljótlega. Framkvæmdarstjóri leitar tilboða í efni.

d. Fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu vegna nýrrar reiðhallar

Í mars hefst strax rask á svæðinu við reiðhöllina, breyta þarf inngöngum í reiðhöll og í félagssvæði áður en framkvæmdir hefjast í apríl, leitað er lausna um hvernig best sé að framkvæma það.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00