1. Skírdagshappdrætti áframhald sölu
Sala happdrættismiða fór vel á stað á skírdag enda mætti mikið fjölmenni í skírdagskaffi. Stjórn Sörla og félagsmenn halda áfram að selja happdrættismiða á komandi misserum.
Fjölmargir félagsmenn og velunnarar félagsins gerðu þennan frábæra dag að veruleika með sjálfboðavinnu, bakstur, þjónustu og ýmislegt fleira. Stjórnarmönnum er þakklæti efst í huga þegar svona tekst til og alveg ljóst að afskaplega góður félagsandi er í hestamannafélaginu Sörla.
2. Frá framkvæmdastjóra
a. Fyrsta framkvæmdarplan v. reiðhallar
Framkvæmdarstjóri fer yfir fyrsta fasa framkvæmdaráætlunar sem er verið að undirbúa um þessar mundir. Jarðvegsvinna mun að líkindum hefjast í næstu viku.
b. Starfsmannamál
Það þarf að huga að því að fara að auglýsa eftir starfsmanni og stefna að því að vera komin með starfsmann í nýtt stöðugildi áður en starfið hefst næsta haust. Óráðið enn hvort um verði að ræða fullt starf eða hlutastarf en það þarf að útfæra m.a. með hliðsjón af starfsemi félagshússins.
c. Sörlajakkar til endursölu
Framkvæmdarstjóri búinn að skoða ZO-ON úlpur og jakka og ráðgert er að hafa merkta jakka til sölu á komandi viðburðum.
7. Önnur mál
Rætt um lausnir er varðar kerrustæði, skítalosun og möguleika á heyrúllu stæðum án þess þó að endanlegar lausnir liggir fyrir. Meirihluti stjórnarmanna sammála því að það þurfi að finna heildstæða lausn á framangreindu.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00