2023-08 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1.       Félagsvæði staðan og starfsemi sumars

Framkvæmdir á nýju reiðhöllinni ganga samkvæmt áætlun, reiðskólinn vel sóttur í sumar.

2.      Félagshesthús

Rætt um nýja hugmynd ( tilraunaverkefni ) skoða að auglýsa eftir að fá fjölskyldu sem hefði áhuga á að taka þátt í verkefni „ komdu í hestanna“ verður það tekið áfram inn í veturinn þegar séð verður hvernig staða á plássum í húsinu þróast næsta mánuðinn. Nánari útfærsla sett í vinnu stjórnar og kynnt síðar og auglýst þegar til þess kemur. Yfirþjáfari og kennarar frá félaginu sjá um kennslu í starfinu ásamt aðstoðafólki.

3.       Kynbótasýningar 2024

Stjórn sammála því að vegna framkvæmda á Sörlastöðum á næsta ári að kynbótasýningarverði ekki fyrr en árið 2025.

4. Frá framkvæmdastjóra

a. Félagshesthús

Búið að moka út, þrif og viðhald í gangi -  allt að verða klárt fyrir vetrarstarfið. Góð skráning bæði í starfið og í leigupláss.

b. Starfsmannamál

Skoða stöðugildi varðandi viðhald á félagshúsi, reiðhöll og svæði, stjórn samþykkti að farið væri í málið enda mjög brýnt að fá inn starfsmann í þau verkefni.

c. Námskeið, Reiðmennskuæfingar

Skráningar í fullum gangi fyrir reiðmennskuæfingar sem hefjast um miðjan september n.k. þegar uppselt á reiðmennskuæfingar fullorðna og komin biðlisti, ágætis skráning í yngri flokka og á knapamerki 2 og 3. Fyrirhugaður er fundur með með framkvæmdarstjóra, formanni ásamt yfirþjálfara og reiðkennurum á komandi tímabili. Umræða um Æskan og hestinn flytja heim á Sörlastaði þegar ný reiðhöll verður klár – þetta jú hófst allt þar á sínum tíma.

d. Viðrunarhólf

Vatnið komið á og svæðið verður tekið í notkun á komandi hausti nánar auglýst síðar.

e. Sörlalundur

Næsta skref að undirbúa jarðveg til að geta sett þökur á hluta svæðis til að hægt verði að fara nota lundinn sem fyrst á komandi ári einnig að skoða að láta hlaða vegg merkja lundinn með skilti. 

f. Stebbukaffi

Vegna dræmrar aðsóknar í laugadagskaffi var tekin ákvörðun að ósk Stebbu að leggja það niður á komandi vetri en halda óbreyttu á viðburðum félagsins samanber mót og annað.

5. Önnur mál

a)       Rætt um að fara að huga að keppnisjökkum fyrir fulltrúa Sörla sem fara á landsmót 2024 málið sett í farveg.

b)      Framkvæmdarstjóri kynnti stjórn drög að dagskrá sem liggur fyrir á komandi tímabili verður hún sett inn fljótlega.

c)       Ákveðið var að kaupa peysur fyrir krakka í félagshúsi og á reiðmennskuæfingum – Gleðja krakkana og gaman hafa þau sýnileg í starfinu og út á við fyrir félagið.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30