2024-04 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Keppnisjakkar - sýnishorn

Rúnar frá Hrímni mætir með sýnishorn af fatnaði og keppnisjökkum ásamt litaprufum og samþykkt er að ganga frá samningi varðandi kaup á keppnisjökkum og bjóða upp á ýmsar merktar vörur fyrir félagsmenn.

2. Yfirþjálfari mætir og kynnir afreksstefnu félagsins

Hinrik Þór yfirþjálfari mætti og kynnti afreksstefnu félagsins, sem stjórn hefur í ákveðið að tekin verði upp. Fór meðal annars yfir það hvernig þessu er háttað hjá öðrum félögum innan ÍSÍ. Farið verður í undirbúning og greiningu á skilyrðum, sem verður gegnsætt varðandi val inní afrekshóp Sörla. Einnig að skoða fjármögnun á þessu starfi.

3. Þorrablót Sörla 2024

Þorrablót Sörla 2024 verður haldið 27 jan nk, og samkvæmt samþykktar stjórnar á síðasta fundi þess efnis að nota þennan viðburð, ásamt öðrum til að fagna stórafmæli félagsins. Þá verður boðið meðal annars formönnum ásamt framkvæmdastjórum í nágranna hestamannafélögum og formanni og framkvæmdarstjóra LH ásamt mökum.

4. Fundur með Valdimari Víðissyni

Fundur með Valdimari Víðissyni formanni bæjarráðs, vegna banns bæjarins á að  Sörli noti Hvaleyrarvatn til keppni í tölti ásamt öðrum málum varðandi fækkun reiðleiða á svæðinu og ekkert nýtt í staðin. Valdimar ætlar að skoða málið með opnum hug. Og erindið verður tekið fyrir hjá bænum.

5. Viðburðir á fésbókinni

Samþykkt að allar nefndir kynni viðburði sína á fb til að auka sýnileika. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir. Flestar nefndir gera þetta ágætlega núna en þarf að gera enn betur.

6. Frá framkvæmdastjóra

a.       Félagshesthús

Félagshesthús öll pláss leigð út, verið að skoða að fá pláss hjá Íshestum. Það þarf að skoða varðandi næsta haust tímasetningar, eflaust þarf að færa tímana frá 15.00 til 16.00, er vandamál fyrir marga foreldra að koma börnum á svæðið á vinnutíma.

b.       Hlutastarf

Hlutastarf 24 umsóknir eru þegar komnar um starfið. Farið verður yfir umsóknir í næstu viku þegar umsóknarfrestur er runninn út.

c.       Gefins peysur

Klára þarf að panta sérmerktar peysur sem samþykkt var í haust að gefa krökkum á reiðmennskuæfingum og í félagshesthúsi.

6. Önnur mál

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00