2024-05 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Erindi frá félagsmanni vegna yfirlýsingar stjórnar og ósk um nýja yfirlýsingu

Formanni falið að vinna málið áfram.

2. Tillaga að brautarenda

Tillaga að nýjum enda við skógarhringinn á beinu brautinni. Farið yfir teikningar af tillögunni sem stjórn var sammála um að væri til bóta.

3. Tillaga af nýrri innkeyrslu í Fluguskeið

Að mati stjórnar er þessi tillaga ekki mjög hentug. Skoða betur með Hafnarfjarðarbæ.

4. Happdrætti

Lagt til að hver nefnd safni a.m.k. 15 vinningum. Formaður mun senda erindi á formenn allra nefnda vegna þessa. Ákveðið að halda utan um vinninga í sameiginlegu skjali sem er aðgengilegt þeim sem taka þátt í að safna vinningum.

5. Afreksstefna félagsins kynnt og samþykkt.

Afreksstefna Hestamannafélagsins Sörla – yngri flokka.
Íþrótt-lífsstíll

Afrekstefna þessi lýtur að yngri flokkum Hestamannafélagsins Sörla 2024-2025.

Afreksstefna ÍSÍ skilgreinir einstaklinga og flokka sem skara fram úr í íþróttum á eftirfarandi hátt:
·         Um framúrskarandi íþróttafólk eða flokk er þá fyrst að ræða þegar einstaklingur eða flokkur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.
·         Afreksfólk eru þeir einstaklingar/flokkar sem standast viðmið í viðkomandi íþróttagrein sem skilgreind eru af viðkomandi sérsambandi.
·         Afreksefni teljast þeir einstaklingar/flokkar sem ekki hafa náð jafn langt en taldir eru með markvissri þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu.

Hugtök/Skilgreiningar: 
Stórmót:
LM-Landsmót
ÍM-Íslandsmót
NM-Norðurlandameistaramót
HM-Heimsmeistaramót

Millimót 
Fjórðungsmót
WR mót
Meistaradeildir æskunnar og ungmenna
Hafnarfjarðarmeistaramót

Minni mót
Félagsmót Sörli 
Minni opin mót

Landsliðsþátttaka
Landsliðs knapar U21
Hæfileikamótun LH

Afrekssvið (nokkrir iðkendur sem hafa staðið framarlega á stórmótum, landslið og hæfileikamótun)

Hæfileikamótun (keppnisakademían)

Hefðbundnar æfingar
Grunnurinn að allri uppbyggingu upp í flokkana og inn í afreksstarfið.

Leiðarljós afreksstarfs hjá Sörla er: 
Jákvæð upplifun iðkenda
Uppbyggilegt andrúmsloft í afrekshópum 
Að iðkandi upplifi sig mikilvægan liðsmann hjá félaginu

Heilbrigt afreksmiðað umhverfi:

 Markmið:
Að einstaklingar í úrvalshóp þroskist sem íþróttamenn og dafni í afreksmiðuðu umhverfi.
Fræðist um og fái aðstoð við heilbrigt líferni, bæði líkamlegt og andlegt.
Fái einstaklingsmiðaða aðstoð í sinni iðkun upp að efsta stigi íþróttarinnar í sínum aldursflokki.
Auki færni og öðlist reynslu til framtíðar í íþrótt sinni.
Gangi stolt(ur) frá verkefni fyrir sitt framlag fyrir félagið. 

 Ábyrgðaraðilar og umsjón:
 Yfirþjálfari í samstarfi við stjórn félagsins ber ábyrgð á því að fylgja eftir afreksstefnu félagsins.
o   Er tengiliður stjórnar við þá aðila sem að afreksstefnunni koma.
o   Velur iðkendur  í afrekshóp og hæfileikamótun félagsins í samstarfi við reiðkennara eftir ákveðnum forsendum.

Forsendur hópa

Afrekshópur
·  Þátttakendur sem hafa á undanförnum tveimur árum unnið til afreka á stórmótum 
·        Þátttakendur sem riðið hafa til úrslita í Meistaradeildin æskunnar eða ungmenna á síðustu tveimur árum 
·        Valin í U21 landslið á undanförnum tveimur árum. 
·        Iðkandi sem sýnt hefur miklar framfarir og sinnt þátttöku á stórmótum á síðustu tveimur árum (huglægt mat)

 Hæfileikamótun  (Keppnisakademía Sörla)
·        Iðkendur sem tekið hafa þátt á að minnsta kosti 5 mótum undanfarin tvö ár.
·        Iðkendur sem tekið hafa þátt í deildum æskunnar eða ungmenna síðustu tvö ár 
·        Þátttakendur á opnum mótum (millimót) undanfarið ár 

 Reiðmennskuæfingar (Grunnur allrar þjálfunar hjá félaginu, sjá námsskrá) 
·        Iðkendur upp að keppnisstigi 
·        Þátttaka á minni mótum 
·        *Opin öllum iðkendum 
*Reiðmennskuæfingar undir leiðsögn menntaðra þjálfara eru opnar öllum iðkenndum hestamennsku og miða að aukinni færni þjálfunar bæði manns og hests. 

 Hugmyndir að afreksstarfi opið öllum á vorönn (ekki háð því að vera í afrekshóp eða hæfileikamótun)

Æfingamót 
Gæðingalist sér námskeið 
Úrtökur
Eftirfylgni 
Fyrirlestrar dómara (verður á bóklegum tímum reiðmennskuæfinga)
Fyrirlestrar t.a.m. markþjálfa, íþróttasálfræðinga

Fjármögnun 
Iðkendur/foreldrar
Styrktaraðilar
Félagið
Annað

6. Erindi frá félagsmanni vegna atviks á þorrablóti.

Stjórn felur formanni að vinna málið áfram og svara erindinu. Stjórnarmaður víkur sæti við afgreiðslu málsins.

7. Frá framkvæmdastjóra

a.      Viðgerð á traktor

Nauðsynleg viðgerð á traktornum samþykkt

b.       Nýtt tilboð í  Securitaskerfi og myndavélar í félagshús

Ákveðið að fjárfesta í myndavélakerfi bæði inni í félagshúsinu og fyrir utan.

c.       Hljóðkerfi í reiðsal

Fá HljóðX til að taka út kerfið.

8. Önnur mál

Gjaldkeri ber upp tillögur að fjáröflunartækifærum fyrir félagið.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:15