2024-06 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Frá formanni. Mál frá Leisure nefnd FEIF. Félagsmannaskipti – heimsóknir erlendis og möguleiki á að fá gesti í heimsókn.

Formaður kynnir verkefnið sem má lýsa sem einskonar „skiptinema prógrammi“ á milli félaga innan FEIF. Verkefnið er hugsað fyrir alla félagsmenn, unga sem aldna, sem hafa áhuga á að kynna sér og upplifa hestamennsku og íslenska hestinn í öðru landi. Hvert félag getur útfært skilyrði sem það félag setur fyrir félagaskiptunum svo sem tímalengd, aldur þátttakenda og þ.h.

2. Mótamál

Framkvæmdarstjóri fer yfir að áætlað að stálgrindin á nýju reiðhöllinni verði reist á vormánuðum og sú vinna geti skarast á við íþrótta- og gæðingamót félagsins. Unnið er að því að halda umrædd mót hjá Fáki eða Spretti ef aðstæður á Sörlasvæðinu bjóða ekki upp á mótahald.

3. Ársreikningur að verða klár – framhaldsaðalfundur 19. mars.

Allt að verða klárt fyrir framhaldsaðalfund sem er á dagskrá þriðjudaginn 19. mars nk. kl. 20 að Sörlastöðum.

4. Frá framkvæmdastjóra

a.     Nýr starfsmaður

Framkvæmdarstjóri fer yfir þau verkefni sem nýr starfsmaður hefur gengið í frá því að hann hóf störf um mánaðarmótin febrúar/mars.

b.     Svör við tveimur bréfum félagsins, varðandi útreiðar á Hvaleyrarvatni og vegrið meðfram Kaldárselsvegi á milli hverfa.

Bréf til umhverfis og samgöngunefndar. Erindi Sörla var tekið fyrir í umvherfis og framkvæmdarráði Hfj og var þá óskað eftir frekari upplýsingu um tíðni umferðaróhappa meðfram Kaldárselsvegi. Framkvæmdarstjóri hefur tekið saman upplýsingar sem verða sendar ráðinu. 

Þá tók Umhverfis og framkvæmdarráð fyrir erindi Sörla um ístöltmót á Hvaleyravatni og var samþykkt að Sörli héldi eitt ístöltmót að vetri á vatninu en sækja þarf um leyfið með a.m.k. 2 vikna fyrirvara. Erindi stjórnar Sörla er varðar stíga í upplandi var vísað til aðalskipulagsvinnu og byggingaráðs.

Stjórn Sörla telur ástæðu til að halda áfram viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um frekari notkun félagsmanna á útivistarsvæðinu við Hvaleyrarvatn í samneyti við aðra útivistaunnendur, svo sem að heimilt verði að ríða út í vatnið fyrir neðan Bleiksteinsháls.

c.     Skírdagshappdrætti

Stjórnarmenn og nefndarmenn eru á fullu að afla vinninga fyrir skírdagshappdrættið. Betur má ef duga skal!

d. Skírdagskaffi

Stjórn hefur lagt inn beiðni til veðurgyðjunnar um góða veðurspá og heyrst hefur að von sé á gríðarlegri stemmningu. Undirbúningur er í fullum gangi.

e. Félagshús - Hádegisgjafir, nýjar húsreglur og fleira.

f. Athugasemdir frá félagsmanni vegna breytingar á yfirlýsingu stjórnar.

Farið yfir erindi frá félagsmanni þar sem fram koma athugasemdir við yfirlýsingu stjórnar. Stjórn telur málinu lokið af sinni hálfu.

5. Önnur mál

Ritari stjórnar fer yfir upplýsingafund IBH með fulltrúum frá Barna- og fjölskyldustofu. Á fundinum var kynnt hlutverk og skyldur íþróttafélaga í verkefnum á grundvelli laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sjá frekari upplýsingar á www.farsaeldbarna.is

 Rætt um að fá tilboð í nýja verðlaunagripi.

 Rætt um að virkja aftur og auglýsa neyðarnúmer Sörla fyrir bráðatilfelli til notkunar utan opnunartíma skrifstofu hestamannafélagsins Sörla.

 Stjórn fjallar um að bjóða út veisluþjónustu fyrir veislusal í nýrri reiðhöll þegar styttist í að salurinn verði tekinn í notkun.  

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00