2024-09 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Staða yfirþjálfara.

Stjórn og framkvæmdarstjóri hafa farið yfir umsóknir og ákveðið að boða umsækjendur til viðtala á næstu dögum. Stefnt að því að ráðningu nýs yfirþjálfara verði lokið fyrir næstu mánaðarmót.

2. Efni í reiðgólf í nýju höllina.

Rætt um mikilvægi þess að fagaðilar, þ.e. keppnisfólk, reiðkennarar og/eða dómarar komi að vali á gólfefni. Ákveðið að skipa nefnd fagaðila til að koma með tillögur að efni í reiðgólf. Ákveðið að formaður taki máli lengra.

3. Frá framkvæmdastjóra

a.     Íshestar samningur varðandi félagshús rennur út um áramót

Framkvæmdarstjóri verður í samskiptum við fyrirsvarsmenn Íshesta um nýjan samning.

b.     Árshátíðir og afreksverðlaun

Ákveðið að stefna að því að halda árshátíðir annars vegar barna og unglinga og hins vegar fyrir ungmenni og fullorðna 14. og 16. nóvember nk. Rætt um að breyta árshátíð barna- og unglinga í fjölskylduskemmtun. Vegna framkvæmda á Sörlastöðum þurfi að leigja sal annarsstaðar og voru ræddar hugmyndir því tengdu. Framkvæmdarstjóri kannar málið nánar.  Afhending afreksverðlauna verði með óbreyttu sniði.

c.     Nýtt gerði 

Framkvæmdarstjóri upplýsir um að framkvæmdir við að setja upp nýtt gerði við Sörlaskeið gengt félagshúsi hefjist í næstu viku eða 20. ágúst nk.

d. Útmokstur, þrif, viðhald og blásarar félagshús

Áætlað að fara í þessi verkefni síðustu tvær vikurnar í ágúst.

e. Göngustígar og brúargerð. Brautarendi

Framkvæmdarstjóri fer yfir stöðu verkefnisins er lítur að göngustígum og brúargerð á æfingasvæði Sörla. Fundur með verktaka er fyrirhugaður. Upphaf framkvæmda er áætlað í næstu viku og að verklok verði í nóvember nk. Hvað varðar skipulag á brautarenda skeiðbrautar er nú beðið eftir tillögum frá Hafnarfjarðarbæ. Stjórn Sörla leggur áherslu á að það sé mikilvægt að þeir aðilar sem hafa hvað mesta reynslu af keppni/sýningum í skeiði fá tækifæri til að meta tillöguna og koma athugsemdum á framfæri ef þarf. Því er ákveðið að hönnunartillögur sem berast frá Hafnafjarðarbæ verði sendar fagaðilum og skeiðkeppendum sem þekkingu hafa til umsagnar og skoðunar.

4. Aðalfundur framundan í haust staða og horfur með stjórn o.fl

Aðalfundur félagsins er í undirbúningi en hann er á dagskrá þriðjudaginn 24. september nk. Vegna framkvæmda á Sörlastöðum þarf að halda fundinn í sal úti í bæ. Framkvæmdarstjóri fer í að finna fundaraðstöðu sem verður auglýst nánar síðar. Þá liggur fyrir að kjörtímabili þriggja stjórnarmanna lýkur nú í haust, þeir hyggjast þó gefa kost á sér til stjórnarsetu áfram til næstu tveggja ára.

5. Önnur mál

Formaður fer yfir erindi félagsmanns sem barst honum er varðar afhendingu á farandbikar sem þarf að áletra. Framkvæmdarstjóri upplýsir um að formaður mótanefndar hafi upplýst um að bikarinn fari í áletrun í vikunni og verði í kjölfarið afhentur félagsmanninum.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:45