1. Nýr yfirþjálfari Sörla
Ásta Kara nýr yfirþjálfari fór yfir komandi vetur, m.a. nýungar æfingastarfinu, helgarnámskeið, sýnikennslur og ýmislegt fleira. Ljóst að mikið og spennandi starf er framundan í vetur.
2. Aðalfundur 24. september – undirbúningur
Ársreikningurinn er í vinnslu. Gjaldkeri mun fá ársreikninginn til yfirferðar nokkrum dögum fyrir aðalfundinn. Unnið er að því að kanna áhuga á starfi í nefndum.
Ræddar hugmyndir um breytt fyrirkomulag í mótahaldi þá þannig að í mótanefnd væru tilnefndir aðilar sem hefðu yfirumsjón með tilteknum mótum, þ.e. vetrarmótaraðar og nýshestamóts, íþróttamóts, gæðingamót og gæðingaveislu. Umsjónarmenn hvers móts sæu þá um mönnun mótanefndar fyrir hvert mót. Stjórn var einróma um að prófa þetta fyrirkomulag næsta keppnistímabil.
3. Landsþing - undirbúningur
Sörli er með 15 þingfulltrúa. Þingið verður 26. og 27. október nk. í Borgarnesi. Auglýst verður eftir fulltrúm fyrir Sörla.
4. Upplýsingar framkvæmdanefnd Reiðhallar
Formaður fer yfir stöðu framkvæmda við byggingu nýrrar reiðhallar sem eru á áætlun. Næstu fundur framkvæmdarnefndar er áætlaður á næstunni en fundarboð hefur ekki borist. Mikilvægt að ýta á að sá fundur komist á dagskrá sem allra fyrst.
Á stjórnarfundi þann 12. ágúst sl. var ákveðið að skipa nefnd fagaðila til að koma með tillögur að hentugu gólfefni. Nefndarmenn hafa nú fengið skipunarbréf og geta því hafi handa við að móta tillögur.
5. Frá framkvæmdastjóra
a. Lokun bílaumferðar á reiðleið frá Klifsholti að Búrfellsgjá
Erindi frá starfsmanni Hafnarfjarðarbæjar að beiðni Umhverfisstofnunar. Stjórn setur sig ekki uppi á móti því.
b. Félagshús
Félagshús – 17 leigupláss eru í húsinu og það er orðið fullt, bæði af hrossum barna sem hafa verið áður og nýjum. Svafar er umsjónarmaður félagshúss og verður með fasta viðveru á virkum dögum í húsinu.
Félagshússtarfið fyrir krakka sem ekki eiga hross en stunda hestamennsku í félagshúsi gengur vel. Fullt er í yngri hópnum en hægt er að bæta við í eldri hópinn. 4 ungmenni hafa umsjón með því starfi í samstarfi við yfirþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.
6. Önnur mál
Rætt um kaup á hesthúsum í Hlíðarþúfum undir starfsemi og/eða búsetu en ekki undir hestahald eða hestatengda starfsemi. Stjórnarmanni falið að gera drög að fyrirspurn til Hafnarfjarðarbæjar um hvort þetta samrýmist ákvæði í lóðarleigusamningum og þá hvort að bærinn muni aðhafast þegar eignir á þessum lóðum eru nýttar í annað en hestahald eða hestatengda starfsemi.
Rætt um hvort að mögulegt verði að hafa kynbótasýningar á félagssvæði Sörla næsta vor. Upplýst að fyrirspurn frá RML hafi verið svarað játandi um þetta efni af formanni. Stjórn Sörla vonast svo sannarlega til að það verði mögulegt en öryggi hrossa og knapa verður þó að vera í fyrirrúmi og því verður að taka mið af því hvernig aðstæður verða vegna framkvæmda, þegar nær dregur, en stefnt að kynbótasýningum næsta vor.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30