1. Stofnbúnaður í nýja reiðhöll
Listi frá Hafnafjarðarbæ liggur fyrir um það sem samþykkt er að kaupa vegna hallarinnar. Farið yfir listann. Verkefnið komið af stað og framkvæmdarstjóri tekur áfram. Sörli hefur heimild til að finna hluti og leita tilboða. Arnór mun kanna verð á borðum og stólum fyrir veislusal, Arnór fer í málið f.h. stjórnar.
2. Skírdagur
Stefnt á að allt verði klárt á Skírdag til að geta tekið á móti gestum í kaffi í nýjum veislusal, miðað við stöðu á framkvæmdum í dag er ekkert að fara stoppa það. Fram kemur hjá formanni að gólf í reiðhöll mun ekki verða klárt á þessum degi en gæti verið komið til landsins þó.
3. Folaldasýning
Verður haldin í gömlu reiðhöllinni, verða settar upp stíur í hluta hallarinnar og er einnig hámark á skráningu þetta árið, 40 folöld, svo verður ekki dæmt með sama hætti og í fyrra, ætti að stytta þetta töluvert.
4. Alendis samningur
Formaður fór yfir samtal og breytingar á samningsdrögum og var samþykkt að klára samning með smá viðaukum, framkvæmdarstjóri og formaður klára.
5. Happdrætti
Gengur vel að sækja vinninga þó alltaf má gera betur en vonandi verður vinningaskrá drekkhlaðin af glæsilegum vinningum þegar sala hefst.
6. Frá Framkvæmdastjóra
a. Eldhús ýmis tækjakaup
Innkaupalisti nánast tæmdur þannig að allt að verða klárt.b. Endurbætur á gömlu reiðhöllinni - foktjón + lýsing á keppnissvæði og almennt á Sörla svæðinu. Bráðabirgða starfsleyfi.
b. Endurbætur á gömlu höllinni
Þegar nýja reiðgólið verður klárt verður þeirri gömlu lokað þar sem fara þarf í viðamikið viðhald sem stendur líklega fram í sept 2025. Þetta krefst þess að efni í gólf sem keypt verður, þarf að geyma þar til það verður lagt á gömlu höllina.
c. Stofnbúnaður í reiðhöll
Formaður hefur ítrekað verið að ýta á að koma á fundi framkvæmdarnefndar til að fara yfir þann stofnbúnað sem þarf að vera til staðar í nýju mannvirki. Fundum lofað en ekkert heyrist frá Haf.
d. Snjótönn - gaflar
Samþykkt að kaupa nýja snjótönn, leitað eftir verði í gaffal á tractor til að geta fært skeiðbása til og frá. Rætt um þátttöku Íshesta í verkefninu.
e. Dekk-valtari
Kristján Jónson liggur enn undir feldi, skilar af sér niðurstöðu með þetta í næstu viku að hans sögn
f. Félagshús
Rætt um ýmis samskiptamál í félagshúsi og vanda við að allir leigjendur virði reglur um umgengni og viðveru í félagshúsi. Framkvæmdastjóri og form. fara yfir það sem fram fór á fundi með nokkrum leigendum og forráðamönnum vegna þessa. Rík áhersla á það hjá stjórn að umgengnisreglur séu virtar. Brot varða uppsögn á leigusambandi og plássi í félagshúsi.
10. Önnur mál
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30