1. Brautarendi
Framkvæmdarstjóri kynnir teikningu af brautarenda við skeið brautina. Farið yfir tilboð í verkið, fjármögnun og nánari útfærslur. Stjórn Sörla samþykkir að ráðast í verkefnið samkvæmt framansögðu. Farið verður í verkið strax eftir Hafnarfjarðarmeistarmótið og því þarf að vera lokið fyrir gæðingamótið.
2. Skírdagur - Happdrætti
Rætt um undirbúning fyrir skírdagskaffi og sölu á happadrættismiðum. Öflun vinninga fyrir happadrættið gengur sæmilega en betur má ef duga skal. Aðstaðan í Reiðhöllinni á Sörlastöðum er ekki alveg tilbúin en engu að síður verður hægt að hafa kaffið á skírdag. Mikilvægt að fá félagsmenn til að taka þátt í kaffinu og koma með kökur/bakkelsi á borðið en um eina mikilvægustu fjáröflun félagsins er að ræða..
3. Stofnbúnaður
Unnið að því að fá tilboð í stofnbúnað.
4. Íshestar - Reiðskóli
Íshestar hafa óskað eftir því að hafa aðgengi að nýju reiðhöllinni fyrir reiðskóla sem þau reka í sumar. Stjórn ræðir erindið og telur að meðan eldra reiðgólfið sé ekki tilbúðið sé ekki rétt að veita aðgang að nýja reiðgólfinu, að sinni. Hins vegar er sjálfsagt mál að veita reiðskólanum áfram aðgengi að félagshúsinu og forgang í nýja stóra gerðinu. Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða reiðskólanum aðgang að svokölluðum „foreldrasýningum“ við lok námskeiða í höllinni, eftir nánara samráð við frkvst.
5. Bréf frá Skattayfirvöldum
Farið yfir erindi frá ÍSI vegna erindis frá Skattayfirvöldum.
6. Reiðmaðurinn
Framkvæmdarstjóri og fulltrúi stjórnar Sörla hafa fundað með forsvarsmönnum Reiðmannsins. Ákveðið að bjóða upp á reið manninn hjá Sörla veturinn 2025-2026.
7. Umræður um mótahald
Almennar umræður um mótahald hjá Sörla.
8. Frá Framkvæmdastjóra
a. Veislusalur
Innkaupalisti nánast tæmdur þannig að allt að verða klárt.b. Endurbætur á gömlu reiðhöllinni - foktjón + lýsing á keppnissvæði og almennt á Sörla svæðinu. Bráðabirgða starfsleyfi.
b. Aðgangur að reiðhöllum
Það þarf að fara að huga að því að ákveða gjald fyrir aðgang að reiðhöllum félagsins.
c. Erindi frá mótanefnd – Hafnarfjarðarmeistarmót
Erindið snýr að aðstöðu fyrir mótið. Stjórn fer yfir erindið þar sem m.a kemur fram að ekki verði hægt að bjóða upp á keppni í gæðingalist þar sem gólfið í gömlu höllinni er ekki nógu gott. Þá þarf að bæta búnað í startbásunum svo hægt verði að bjóða upp á keppni í 150 og 250m skeiði. Stjórn vill leitast við að græja startbásana fyrir mótið svo unnt verði að keppa í 150 og 250m skeiði. Aðrir þættir sem koma fram í erindinu verða ræddir nánar og útfærðir í samráði við mótanefnd.
d. Sendar frá Mílu
Framkvæmdarstjóri fer yfir að reikningar hafi verið sendir vegna þessara senda.
e. Dekk-valtari
Það þarf að ganga frá og henda hlutum sem safnast hafa saman við reiðhöllina.
9. Önnur mál
Unnið er að því að fá Sörla skráð á Almannaheillaskrá
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30