1. Efni í reiðgólf
Áætlað er að gólfið berist til landsins í viku 20, ef allt gengur eftir og skv. upplýsingum frá Danmörku.
2. Vígsla á nýrri reiðhöll – hugmynd frá félagsmanni rædd.
Stefnt að því að vígja nýju reiðhöllina fyrstu vikuna í júní en nánari dagsetning verður ákveðin í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Rætt var um hugmynd frá félagsmanni um vígsluathöfnina en hún fékk ekki hljómgrunn. Ákveðið að börn, unglingar og ungmenni í Sörla verði með atriði á vígsluathöfninni
3. Umsóknir deilda um aðstöðu á Sörlastöðum á næsta keppnistímabili
Stjórn Sörla er einróma um að ganga til viðræðna um aðstöðu fyrir deildirnar á næsta keppnistímabili. Stjórn ræddi nánar ákvæði samninga við deildirnar.
4. Alendis samningur
Samningurinn er enn í vinnslu hjá formanni en stefnt að því að ganga frá samningi á næstu dögum, stjórnarmenn koma með sínar áherslur inn í umræðuna sem form. er falið að taka með í vinnuna.
5. Leiga á sal – veitingaleyfi, borðbúnaðar, dúkar o.fl
Framkvæmdarstjóri hefur gert könnun á leiguverði og hvað er innifalið í nokkrum veislusölum á höfuðborgarsvæðinu sem er hægt að líta til við ákvörðun á verðskrá. Þá þarf að kaupa nægilega mikið af borðbúnaði sem henta fyrir hin ýmsu tilefni.
6. ÍBH heiðranir
Stjórn er sammála um að tilnefna félagsmenn sem hafa staðið sig einstaklega vel í þjálfun, kennslu og stuðningi við félagið og félagsmenn. Nöfn rædd og tillaga samþykkt.
7. Auglýsingaskilti í reiðsal í nýju reiðhöllinni
Fyrirspurn barst frá fyrirtæki sem óskar eftir að setja upp auglýsingu í reiðhöllinni. Ekki liggur fyrir hvernig auglýsingamál verða útfærð og er málinu frestað til frekari umræðu.
8. Erindi frá félagsmanni varðandi mótamál
Erindið rætt í kjölfar umræðu um skemmtilegt WR mót sem haldið var í Sörla. Margt tóks mjög vel og tímasetningar stóðust. Frábærir pistlar um mótið birtust á miðlum, jákvæðir og uppbyggjandi. Stjórn ræðir síðan erindið og tekur undir margt þar sem þar kemur fram, enda erindið uppbyggilegt og almennt. Stjórn mun funda með mótanefndunum sem annast hafa mótin hjá Sörla á núverandi keppnistímabili og fara yfir það sem hefur gengið vel og það sem betur má fara.
9. Frá Framkvæmdastjóra
a. Dagskrá næsta vetrar
Framkvæmdarstjóri fer yfir undirbúning á dagskrá næsta vetrar.
b. Stofnbúnaður framhald
Framkvæmdarstjóri fer yfir hvaða tæknibúnaður þarf að vera til staðar í nýju reiðhöllinni og að verið sé að vinna í að útfæra það.
c. Aðgangur að reiðhöllum – stýringar og verð á aðgöngum
Það þarf að ákveða fyrir næsta haust verðskrá fyrir aðgang að reiðhöllin. Stjórnarmenn ætla að skoða þetta nánar fyrir næsta stjórnarfund.
d. Samantekt frá mótanefnd v. Hafnarfjarðarmeistarmót
Samantektin rætt hjá stjórn gott að fá góðar greinargerðir eftir mót til að læra af.
e. Ósk um skemmtimót – stóðhestafélagið Graðar gellur
Stjórn samþykkir erindið.
10. Önnur mál
Ýmislegt rætt sem ekki er hæft til opinberrar birtingar ;-)
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:30