2025-10 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Samningur við yfirþjálfara.

Farið yfir eldri samning og lagt til að gera nokkrar breytingar sér í lagi vegna aukinnar starfsemi félagsins með tilkomu nýju reiðhallarinnar.

2. Bruninn í Hlíðarþúfum.

Stjórn Sörla sendir frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Stjórn Sörla harmar þá eldsuppkomu sem varð í hesthúsi í 300 hring í Hlíðarþúfum síðustu helgi. Ljóst er að mikil vinna er fyrir hlutaðeigendur að endurreisa hús og lagfæra brunaskemmdir. Um leið er þakkarvert að menn og hestar voru ekki í húsinu. Hesthúseigendur á félagssvæði Sörla eru hvattir til þess að gæta vel að bruna öryggismálum.

3. Aðalfundur Sörla 2025.

Samþykkt var að aðalfundur Sörla 2025 færi fram 23 september kl 20.00

4. Vökvunarkerfi í gömlu reiðhöllinni.

Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir tilboði í samskonar kerfi og er í nýju höllinni. Formaður óskaði eftir að fá að kanna fleiri möguleika í vökvunarkerfum sem ekki gafst tími til að kanna fyrir ákvörðun vegna nýju reiðhallarinnar og lagði til að fá tilboð í slíkt kerfi líka og mun verða óskað eftir tilboði í það til hliðsjónar

5. Upplýsingar um stöðu á því sem eftir er varðandi framkvæmdir á Sörlastöðum.

Ýmislegt er enn eftir í framkvæmdum í og við Sörlastaði, m.a allar aðgangstýringar á hurðum, myndavélakerfi, skjólveggir, gluggar í vegg sem aðskilur gömlu reiðhöllina og félagsaðstöðu og vélageymslu, einnig glugga í knaparými, hurðar fyrir reiðsali, ýmiss vinna hjá rafvirkjum, loka frágangur á stýringum fyrir hljóðkerfi og útvarpssendi. Skjáir í reiðsali o.fl.

6. Hugsanlegar framkvæmdir á velli vegna móta og kynbótasýninga 2026.

Formaður tók að sér að kanna málið áfram og ræða við efnissala og keppnisfólk um mögulegar framkvæmdir.

7. Fundur með mótanefndum 2025 / hvað var gott / hvað má bæta.

Stjórn ákvað að taka sameiginlegan fund með þeim mótanefndum sem störfuðu á tímabilinu, tímasetning 2. september nk.

8. Nefndar og sjálfboða grill.

Stjórn ákvað að nefndar og sjálfboðgrill yrði haldið 20. september nk.

9. Frá framkvæmdastjóra

a. Dagskrá næsta vetrar – Nánast klár

b. Reiðmennsku æfingar og knapamerki - skipulag klárt verið að vinna í helgarnámskeiðum og skipulagi fyrir Afrekshóp.

c. Aðgangur að reiðhöllum – beðið er eftir stýringum á hurðar og myndavélum í salina til að hægt sé að opna reiðhöllina.

d. Samantekt frá mótanefnd v. Hafnarfjarðarmeistarmót - Samantektin rætt hjá stjórn gott að fá góðar greinargerðir eftir mót til að læra af.

e. Verðskrá fyrir veislusal - vínveitingaleyfi - tekið ákvörðun um að fresta þar sem ekki liggur fyrir kostnaður sem varða þrif á húsnæði og vínveitingaleyfi í vinnslu.

10. Önnur mál

 Kaup á nýjum traktor staðfest. En keyptur hefur verið Fent 211 Vario, árgerð 2016, þessi vél er 110 hestöfl og verður frábær til að vinna reiðhallargólfin í báðum höllunum.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:45