2025-2 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Árshátíð

Undirbúningur fyrir árs- og uppskeruhátíð Sörla er í fullum gangi og er stýrt af skemmtinefnd. Um er að ræða fyrstu hátíð Sörlafélaga í nýjum veislusal sem fram fer laugardaginn 15. nóvember nk.  Frábærir sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum að því að setja saman bar í salnum og að standsetningu. Afhending á borðum fyrir nýja veislusalinn hafa tafist en seljandi borðanna um leigja borð fyrir félagið vegna þess.

2. Íþróttafólk, efnilegasta ungmennið og áhugasamasti unglingurinn. Nefndarbikar

Stjórn fer yfir tillögur valnefndar um val á íþróttafólki Sörla í öllum flokkum. Stjórn úrskurðar í samræmi við tillögur valnefndarinnar sem byggir á útreikningum stiga og huglægu mati, sbr. viðmiðunarreglur til verðlauna frá 19. febrúar 2024. Ennfremur ræðir stjórn og úrskurðar um efnilegasta ungmennið og áhugasamasta unglinginn eftir samráð við yfirþjálfara félagsins. Stjórn var sammála um hvaða nefnd muni hljóta nefndarbikarinn í ár.

3. Almannaheillaskrá - staðan. Fyrirmyndarfélag - staðan.

Unnið er að því að skrá félagið í almannaheillaskrá Skattsins og er gert ráð fyrir að því verði lokið síðar í mánuðinum. Stjórn ætlar að skoða nánar skilyrði fyrir því að félagið fái skráningu sem fyrirmyndarfélag hjá ÍSÍ og þá hver ávinningurinn er fyrir félagið.

4. Aðalstyrktaraðili reiðhallarinnar

Unnið er að því að skrá félagið í almannaheillaskrá Skattsins og er gert ráð fyrir að því verði lokið síðar í mánuðinum. Stjórn ætlar að skoða nánar skilyrði fyrir því að félagið fái skráningu sem fyrirmyndarfélag hjá ÍSÍ og þá hver ávinningurinn er fyrir félagið.

5. Formannafundur LH, farið yfir það helsta sem þar var rætt:

Formaður sat formannafund LH laugardaginn 8. nóvember sl. Formaður kynnti stjórn helstu málefnin sem þar voru rædd. Formaður hélt erindi á fundinum um samskipti við sveitarfélagið en Sörli hefur átt farsælt og gott samstarf við Hafnarfjarðarbæ. Í erindi formannsins kom m.a. frá að samkvæmt upplýsingum úr félagatali Sörli eru 38% skráðra félagsmanna börn. Fjöldi barna í félagsstarfi Sörla er í samræmi við áherslur stjórnar í félagsstarfinu undanfarin ár.

6. Drengir í hestamennsku - hvað er hægt að gera núna - útreiðahópar

Stjórn ræðir tillögur að því hvernig er hægt að koma til móts við drengi í félaginu svo sem með útreiðahópum fyrir drengi og sérstökum æfingum.

7. Frá framkvæmdastjóra

a. Á að loka vellinum í vetur? Keppnisvellirnir verða lokaðir í vetur, en beinabrautin verður opin eins og hægt er. En henni veður lokað þegar veðurfarslegar aðstæður bjóða ekki uppá að hún sé opin.

b. Keppnisvöllur í reiðhöll - beygjur og kaðall: Svavar er að skoða lausnir hvað þetta varðar.

c.  Fyrsta innanhúsmót í T7 og T3 í nýju höllinni fyrir félagsmenn: Nú þegar við höfum fengið þessa frábæru inni aðstöðu er auðvitað tilvalið að skella í skemmtilegt innanhús félagsmót á næstu misserum. Nánari tímasetning og útfærsla verður auglýst síðar.

8. Önnur mál

 Framkvæmdarstjóri kynnir fyrir stjórn hugmyndir sínar um fleiri flaggstangir á svæðinu og staðsetningu þeirra.

Erindi FT til LH og Sörla varðandi tímasetningu Íslandsmóts fyrir ungmenni og fullorðna var rætt. Formaður upplýsti um fyrirhugaðan fund með LH vegna þessa og mun hann kynna fyrir stjórn Sörla hvað þar kemur fram áður en erindinu verður svarað.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 23:00