Aðalfundur 2021

Fundargerð 

Fundinn sátu um 40 félagsmenn

1) Kostning fundarstjóra og fundarritra:
Formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna. Formaður leggur til að Darri verði kosinn fundarritari, það er samþykkt samhljóða, fundastjóri ber upp þá tillögu að Sveinn Heiðar verði kosinn ritari fundarins, það er samþykkt samhljóma. Fundarstjóri fer yfir lögmæti boðun fundarins og gerir athugasemd við að ekki hafi verið hengdar upp auglýsingar á áberandi stöðum líkt og lög félagsins gera ráð fyrir en kveður að þar sem fundarboð hafi skilmerkilega verið auglýst á heimasíðu félagsins, sem og á samfélagsmiðlum telji hann að löglega hafi verið boðað til fundarins. Engin athugasemd kom frá sal.

2) Fjöldi félagsmanna kunngerður og upplýsingar gefnar um fjölgun þeirra eða fækkun.

3) Formaður fór yfir félagatal þessa árs.

4) Atli formaður leggur fram skýrslu og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

Kæru Sörlafélagar.

Annað óvenjulegt starfsár er að baki.

Í stjórn Hestamannafélagsins Sörla sitja nú eftirfarandi aðilar. María Júlía Rúnarsdóttir, ritari, Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri, Einar Ásgeirsson, stjórnarmaður, Kristján Jónsson, stjórnarmaður, Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður, Guðbjörg Ragnarsdóttir, stjórnarmaður auk formanns Atla Más Ingólfssonar.

Á starfsárinu hefur stjórn félagsins haldið fjölmarga reglulega stjórnarfundi. Auk reglulegra stjórnarfunda hafa stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjóri verið í miklum samskiptum og stundum oft á dag eins og gengur. Einnig hafa aðstæður kallað á veffundi á samskiptaforritinu Zoom og hefur stjórnin haldið nokkra slíka fundi.

Almennt. Annað starfsárið í röð sem markaðist af tilkomu Covid 19 farsóttarinnar.

Þrátt fyrir Covid 19 náði félagið að halda úti öflugu starfi, sérstaklega fyrir börn og unglinga, en töluverð röskun var þó á mörgum viðburðum og engir stórir fjölmennir viðburðir innandyra voru haldnir frá því farsóttin kom upp.

Reiðmennskuæfingar. Reiðmennskuæfingarnar sem hófust á síðasta ári eru þegar hafnar hjá yngri félagsmönnum. Covid 19 hafði töluverð áhrif á æfingar fullorðinna knapa en það tókst að klára starfið hjá yngri hópunum. Með tilkomu reiðmennskuæfinga er markmiðið að hægt sé að æfa hestamennsku frá hausti fram á vor. Einnig í boði fyrir follorðna.

Yfirþjálfari ráðinn. Hinrik Þór Sigurðsson sem ráðinn var ráðinn yfirþjálfari hjá félaginu eftir að tilraunastarfi hans lauk. Auglýst var eftir umsækjendum. Staða yfirþjálfara er verkefni sem gefist hefur vel og mun starfið verða í sífelldri mótun. Léttir mjög á starfi framkvæmdastjóra og færir aukna fagmennsku og skipulag í kennslu og þjálfun hjá félaginu.

Starfsemi félagshúss Sörla. Þriðja starfsár félagshússins að baki og það fjórða hafið. Félagshús Sörla er rekið með krafti. Samstarfið við Íshesta hefur gengið mjög vel og er unnið áfram við að þróa það samstarf. Miklar breytingar eru í farvatninu hvað varðar félagshúsið, en fyrir liggur vilyrði frá Hafnafjarðarbæ um að ganga að tilboði Íshesta og kaupa núverandi félagshús af Íshestum. Sörli myndi þá fá húsið til afnota og reka þar félagshús. Grunnurinn er gott samstarf við Íshesta, enda hestar frá þeim nauðsynlegir fyrir rekstur hússins. Afar spennandi tímar framundan. Kaupin eru liður í byggingu nýrrar reiðhallar, en eftir yfirlegu var ákveðið að falla frá þeirri hugmynd að hafa félagshús í nýrri reiðhöll, en festa frekar kaup á húsi Íshesta. Verkið er ekki fullfrágengið en unnið er að lokafrágangi á þessu með Íshestum og Hafnafjarðarbæ.

Knapamerki ofl. Knapamerki, pollanámskeið og önnur námskeið voru einnig í boði á árinu. Meðal skemmtilegra nýunga má nefna „Kvennaslaufur“ – æfingar fyrir opnunaratriði á nýrri reiðhöll. Það má segja að gríðarleg aðsókn er í flest allt sem auglýst er af námskeiðum og fyllast þau um leið. Mikil þörf og mikil þörf á stærra æfingasvæði í nýrri reiðhöll.

LH landsþing. Landsþing Lh var haldið á tímabilinu og sendi Sörli fullt lið. Sú breyting var á núna að þingið var haldið rafrænt. Gafst ágætlega þó auðvitað sé félagslegi þátturinn ekki þar með talinn.

Hraunhringirnir skilgreindir sem æfingasvæði. Sá árangur náðist að Hraunhringirnir svokölluðu voru viðurkenndir af Hafnafjarðarbæ sem æfingasvæði hestamanna þar sem eingöngu umferð hestamanna er heimil. Mikill áfangi í öryggismálum.

Staða reiðhallarmál – framkvæmdanefnd um byggingu reiðhallar. Mikil vinna fór fram á árinu hjá fulltrúum félagsins í framkvæmdanefnd sem skipuð er af bæjaryfirvöldum. Aðaluppdrættir reiðhallarinnar voru samþykktir nú í lok september og sótt um byggingarleyfi. Útboðsgögn eiga að vera klár fyrir lok október og verkið auglýst til útboðs fyrir áramót. (Mynd af lokahönnun útlits)

Fulltrúar í íslenska Landsliðinu í hestaíþróttum. Sörli á nú þrjá félaga í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. Snorri Dal, Katla Sif og Hanna Rún.

Hæfileikamótun LH. Sjö stúlkur frá Sörla sóttu þessar æfingar. Mikil fjölgun frá fyrra ári.

Folaldasýningin var á sínum stað. Fá félög innan höfuðborgarsvæðisins halda enn úti folaldasýningum en sýningin í Sörla er vegleg og lætur ekkert á sjá.

Skírdagshappdrætti Sörla gekk vonum frama. Það tekur á að afla vinninga og svo selja miða, en þetta var stærsti fjáröflunarviðburður félagsins. Öflun vinninga og sala hefur alfarið verið á höndum stjórnar og framkvæmdastjóra. Það er ljóst að það er bæði gaman og góð fjáröflun að halda Skírdagshappdrætti. Stjórn hvetur félagsmenn áfram til að standa við bakið á happdrættinu, gefa vinninga og kaupa miða.

Æskulýðsstafið – Mikið og skemmtilegt æskulýðsstarf er í Sörla og ekki skortur á hugmyndum þar á bænum. Vonandi eru mestu takmarkanir Covid 19 úr sögunni og hægt að halda starfinu án truflana.

Viðrunarhólf – Vinna við að klára hólfið stendur yfir og nú í haust er í fyrsta sinn opnað fyrir beit á hluta hólfsins. Stefnt að því að klára úthringinn í haust.

Nýtt efni á beinu brautina. Lagt var nýtt efni á beinu brautina. Brautin var í fyrsta sinn notuð á Íslandsmóti barna og unglinga. Var góð reynsla á efnið, sem á eftir að verða frábært næsta vor.

Félagsgjöld. Félagsgjöld fyrir greiðandi félagsmenn eru kr. 15.000. Ekki er lögð til nein breyting á því á aðalfundi félagsins.

Rafræn árs- og uppskeruhátíð. Var haldin og hafði framkvæmdastjóri og stjórn umsjón með undirbúningi og framkvæmd hennar. Skemmtilegt að geta haldið þennan viðburð og láta ekki allt niður falla í Covid. Lausnamiðaður framkvæmdastjóri gerði þetta eins gott og hægt var.

Tækjakaup. Félagið keypti nýjan traktor á árinu. Sá gamli, eða Stjáni, eins og gárungarnir kalla gamla Zetorinn var orðinn lúinn. Verður hann seldur upp í kostnað á þeim nýja að hluta.  

Mótahald. Mótanefnd tókst með mikilli vinnu og þrautsegja að halda öll mót sem á dagskrá voru, nema nýhestamót félagsins. Skipuð var nefnd til að halda utan um  stórglæsilegt Íslandsmót barna og unglinga, fengum við styrk frá Hafnarfjarðarbæ bæði til að fegra svæðið okkar og til að ráða framkvæmdastjóra mótsins og var Katla Sif Snorradóttir ráðin. Miklar þakkir til mótanefndar og þeirra sjálfboðaliða sem þarna komu að. Það má ekki gleyma að þakka Stefaníu og „stelpunum“ fyrir þeirra framlag við kaffisölu og veitingar á mótum okkar félagsmanna. Ómetanlegt við að skapa skemmtilegt andrúmsloft á svæðinu. Sumir koma bara í kaffi en ekki til að horfa á hesta.

Ræktunarreitir til skógræktar. Félagið hefur nú fengið úthlutað skógræktarreitum sem stefnt er að því að byrja að planta í næsta vor. Þarna á að vera skemmtilegt verkefni fyrir fjölskyldur og félagsmenn að koma saman við plöntun, búa til fallega áningu og griðarstað. Spennandi verkefni til að skapa sátt við vini okkar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

Betri hliðin. Tekin var upp sá fasti liður að birta betri hliðina á einhverjum Sörlafélaga á vef félagsins. Stutt spjall á léttu nótunum til að félagsmenn geti lesið um aðra félagsmenn og hugsanlega séð nýja hlið á eldri.

Reiðhallargólf lagað. Skipt var um efni í reiðhallargólfi. Kostnaðarsamt en nauðsynlegt. Umgengni um gólfið mætti vera betri.

Kynbótasýningar. Þrjár kynbótasýningar voru haldnar hjá Sörla á starfsárinu. Sörla hefur tekist að koma sér aftur á kortið í þessu sýningarhaldi. Kostað bæði vinnu og fjármuni. Ljóst að Sörli er aftur að verða einn af vinsælli stöðum til að sýna kynbótahross.

Reiðskólar. Reiðskólar voru reknir af Sörla í samvinnu við Íshesta og Fáka og fjör – ævintýranámskeið á Álftanesi. Gekk eins og venjulega afar vel og fullt á öll námskeið.

Skóflustunga að nýrri reiðhöll félagsins. Stór áfangi í sögu félagsins. Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll var tekin á Íslandsmóti barna og unglinga þann 17. júlí. Það ber að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn í gegnum tíðina til að koma verkinu þangað. Nú er lokaátakið eftir.

Efnahagur. Afar gott uppgjör félagsins. Stjórn hefur frá upphafi lagt áherslu á að góður rekstur, skipulag og gott utanumhald um reksturinn er grunnur velgengni. Styrk stjórn framkvæmdastjórans og skýr stefna hafa gert það að verkum að síðast starfsár var sennilega besta starfsár félagsins frá upphafi. Sagt með fyrirvara um að ítarleg rannsókn fór ekki fram. Barnastarf niðurgreitt en fullorðnir félagsmenn borga rétt rúmlega kostnaðarverð hluta.

Þakkir

Að lokum vill stjórn þakka öllum nefndum og sjálfboðaliðum félagsins fyrir þeirra góðu störf og framlag á árinu til félagsstarfsins.

F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Sörla
Atli Már Ingólfsson.

4) Kristín gjaldkeri leggur fram árshlutareikning og skýrir.

Gjaldkeri gerir grein fyrir árshlutareikningi fyrstu 6 mánuði ársins og segir rekstur félagsins í góðum málum. Tekist hefur að safna upp peningum til þess að endurnýja hluti og viðhalda sem algjörlega nauðsynlegt var að endurnýja eða viðhalda.

Innheimta félagsgjalda gengur afskaplega vel eins og á fyrra ári. Búið sé, á síðustu árum, að lagfæra félagaskrá þannig að þeir félagar sem að vitað er að eru farnir eru úr félaginu fá ekki lengur rukkun fyrir félagsgöldum. Slíkt hafi, því miður, valdið óþarfa útgjöldum á árum áður.

Fastafjármunir Sörla voru þann 30. júní 2021 tæplega 97,5 milljónir. Eignir samtals rúmlega 132,6 milljónir.

Eigið fé félagsins þann 30. júní 2021 var rúmlega 131 milljón og sammtímaskuldir félagsins rúmlega 1 milljón sem eru eingöngu skuldir sem ekki voru komnar á eindaga.

Gjaldkeri leggur áherslu á að félagsmenn séu virkir við aðstoð við fjáröflun. Happadrættið hafi enn og aftur skilað gríðarlega góðum tekjum og hafi á síðasta ári verið stærsti einstaki tekjuliður sem enginn kostnaður sé við. Framlag félagsmanna þar sé einstakur og vill koma á framfæri þakklæti til allra sem að þessari fjáröflun koma.

5) Umræður um liði 4 og 5

Sigurður Ævarsson spurði reiðveganefnd varðandi hvað væri forgang hjá þeim

Jón formaður reiðveganefndar svaraði línuvegur við Stórhöfða og viðhald skógar og hraunhrings

Stefán Már tók til máls varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir bæjarins varðand tengingu á göngustíg í Gráhellurauni við göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram Kaldárselsvegi, en starfshópur á vegum bæjaris hefur lagt til að reisa annaðhvort brú eða gera undirgöng þar sem göngustígur kæmi til með að þvera reiðveg.

6) Formenn/fulltrúar nefnda leggja fram skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.

Ferðanefnd: Jón Harðarson formaður greindi frá starfi nefndarinnar. 
Fræðslunefnd:  Þórunn Þórarinsdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.
Krýsuvíkurnefnd: Ólafur Þ. Kristjánsson greindi frá starfi nefndarinnar.
Kvennadeild: Enginn er mættur frá kvennadeildinni til að gera grein fyrir starfi nefndarinnar.
Kynbótanefnd: Snorri Rafn Snorrason greindi frá starfi nefndarinnar.
Laganefnd: Darri Gunnarsson greindi frá starfi nefndarinnar.
Lávarðadeild: Enginn kom frá lágvarðadeild til að greina frá starfi deildarinnar.
Móta- og vallarnefnd: Enginn kom frá mótanefnd til að greina frá starfi nefndarinnar.
Reiðveganefnd: Jón Ásmundsson greindi frá starfi nefndarinnar.  
Skemmtinefnd: Brynja Birgisdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.  
Viðrunarhólfanefnd: Enginn kom frá viðrunarhólfanefnd.
Æskulýðsnefnd: Svanbjörg Vilbergsdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.  

KAFFIHLÉ

7) Kosning formanns –  Atli gaf kost á sér til áframhaldandi setu og var það samþykkt einróma

8) Kosning stjórnar, 3 kosnir til 2ja ára og 3 til eins árs. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara. Fyrrverandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi setu og var það samþykkt. Einnig gáfu skoðunarmenn áfram kost á sér og var það samþykkt.

9) Kosning í nefndir, deildir og ráð og skal kjósa formenn sérstaklega.

Ferðanefnd: Bíður sig fram óbreytt. Jón Harðason býður sig fram áfram sem formaður, með honum bjóða sig fram Kristín Auður Elíasdóttir og Heiðrún Arna Rafnsdóttir.

Fræðslunefnd: Bíður sig fram óbreytt. Þórunn býður sig fram áfram sem formaður, með henni bjóða sig fram Helga Sveinsdóttir og Bjarni Sigurðsson.

Krýsuvíkurnefnd: Bíður sig fram óbreytt. Pétur Ingi Pétursson býður sig fram sem formaður, hann er kosin samhljóma. Með honum munu starfa Guðmundur Smári Guðmundsson, Gunnar Örn Ólafsson, Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigurður H. Einarsson

Kvennadeild:  Hér bjóða sig fram Birna Sigurkarlsdóttir bíður sig fram sem formaður, með henni bjóða sig fram Ragnheiður Eggertsdóttir, Sigriðu Harðardóttir og Sigríður Sigþórsdóttir

Kynbótanefnd: Býður sig fram með breytingu, Snorri Rafn Snorrason býður sig áfram  fram sem formaður, með honum bjóða sig fram Einar Valgeirsson, Geir Harrysson, Helgi Jón Harðarsson, Oddný M Jónsdóttir, Hannes Brynjar Sigurgeirsson, Vilhjálmur Karl Haraldsson, Bryndís Snorradóttir og Kristín María Jónsdóttir

Laganefnd: Bíður sig fram með breytingu. Arnór Snæbjörnsson býður sig fram sem formaður, með honum bjóða sig fram Darri Gunnarsson og Stefanía Sigurðardóttir.

Lágvarðadeild: Eru allir fyrrum formenn sem eru enn félagsmenn Sörla. Páll Ólafsson deildarformaður og Thelma Viglundsdóttir ritari.

Móta- og vallanefnd: Allir hafa látið af störfum í nefndinni nema Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir hún bíður sig fram með nýrri nefnd – Stjórn verður að manna nefndina.

Reiðveganefnd: Bíður sig fram óbreytt. Jón Ásmundsson býður sig áfram fram sem formann, með honum bjóða sig fram Jóhann Sigurður Ólafsson, Ólafur F C Rowell, Guðríður Eldey Arnardóttir og Gunnar Hallgrímsson.

Skemmti og fjáröflunarnefnd: Býður sig fram með öflugum leiðsauka Brynja Birgisdóttir býður sig áfram fram sem formaður, með henni munu starfa Helga Guðrún Friðþjófsdóttir, Margrét Ásta Jónsdóttir, Óskar Nikulásson, Rakel Ólafsdóttir og Eyþór Elmar Berg.

Sörlastaðanefnd: Nefndin býður sig áfram með breytingu. Í henni eru Pálmi Þór Hannesson, Grétar Már Ómarsson og Stefnir Guðmundsson.

Viðrunarhólfanefnd: Nefndin býður sig áfram með breytingu. Jóhann Sigurður Ólafsson býður sig fram sem formaður og með honum munu starfa Ólafur Ólafsson, Friðþjófur Ragnar Friðþjófsson, Vilhjálmur S. Bjarnason og Sigurður Finnur Kristjánsson. Það vanar einn úr efribyggð, en nefndin ætlar að finna þann fulltrúa.  Nefndin er blönduð af húseigundum í efri og neðribyggð

Véla og tækjadeild:  Bíður sig fram óbreytt. Kristján Jónsson formaður með honum Ásbjörn Helgi Árnason.

Æskulýðsnefnd: Býður sig fram breytt. Svanbjörg Vilbergsdóttir býður sig fram sem formaður, með henni munu starfa, Jóhanna Ólafsdóttir, Guðmundur Tryggvason, Þórkalta Elín Sigurðardóttir, Ragna Júlíusdóttir og Heiðrún Arna

Fundarstjóri þakkar þeim sem hefur starfað í þessum nefndum sem hafa unnið og lagt á sig óeigingjarnt starf. Fundurinn klappar fyrir fráfallandi nefndum og stjórn.


10) Önnur mál

Stefán Már þakkar stjórn fyrir vel unnin störf á þessum tímum sem við höfum gengið í gegnum á liðnu ári – varðandi reiðhöll þá er það á lokametrum að samþykktir klárist en talað um nóvember

Vilberg lagði fram spurningu varðandi að losa tað úr nýja hverfi í nýtt beitihólf Sörla og einnig hvernig væri með að fá fleiri gerði til æfinga í efra hverfi þar sem skortur er á því.

Atli formaður svaraði varðandi losun á taði að það hefði aldrei verið samþykkt af stjórn og varðandi fjölgun gerða þá er sú hugmynd góð og gild og í höndum stjórnar að skoða og setja í framkvæmd.


Fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund

Formaður sleit fundi kl 22.15