Aðalfundur og framhaldsaðalfundur 2020

 

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður býður fólk velkomið. Formaður leggur til að Darri Gunnarsson verði kosin fundarstjóri. Það er samþykkt samhljóða. Fundarstjóri ber upp þá tillögu að Ásta Kara Sveinsdóttir verði kosin ritari fundar sem er samþykkt samhljóða af viðstöddum. Fundarstjór fer yfir lögmæti boðun fundarins og gerir athugasemd við að ekki hafi verið hengdar upp auglýsingar á áberandi stöðum líkt og lög félagsins gera ráð fyrir en kveður að þar sem fundarboð hafi skilmerkilega verið auglýst á heimasíðu félagsins, sem og á samfélagsmiðlum telji hann að löglega hafi verið boðað til fundarins. Engin athugasemd kom frá sal.

Fjöldi félagsmanna kunngerður og upplýsingar gefnar um fjölgun þeirra eða fækkun

Formaður fer yfir félagatal þessa árs.

Núverandi stjórn hefur haft það að markmiði að hafa ekki í félagatalinu skráða félagsmenn sem ekki hafa greitt félagsgjöldin síðustu 5 ár. Afskráðir hafi verið félagsmenn sem hafa þess óskað og þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöldin. Félagsmenn árið 2021, þ.e. þann 22. mars voru samtals 845.

Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári

Kæru Sörlafélagar.

Óvenjulegt starfsár er að baki.

Í stjórn Hestamannafélagsins Sörla sitja nú eftirfarandi aðilar. María Júlía Rúnarsdóttir, varaformaður, Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri, Ásta Kara Sveinsdóttir, ritari stjórnar, Kristján Jónsson, stjórnarmaður, Sveinn Heiðar Jóhannesson, stjórnarmaður, Stefnir Guðmundsson, stjórnarmaður auk formanns Atla Más Ingólfssonar.

Á starfsárinu hefur stjórn félagsins haldið fjölmarga reglulega stjórnarfundi. Auk reglulegra stjórnarfunda hafa stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjóri verið í miklum samskiptum og stundum oft á dag eins og gengur. Einnig hafa aðstæður kallað á veffundi á samskiptaforritunu Zoom og hefur stjórnin haldið nokkra slíka fundi.

Almennt. Síðasta starfsár markaðist mjög af tilkomu Covid 19 farsóttarinnar. Gríðarlega mikil vinna féll á hendur framkvæmdastjóra félagsins vegna breyttra aðstæðna. Fylgja þurfti eftir fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og tilmælum íþróttahreyfingarinnar varðandi lokun íþróttamannvirkja. Sóttvarnarreglum þurfti að fylgja eftir og stöðugt nýjum og breyttum fyrirmælum varðandi sóttvarnaraðgerðir og fjöldatakmarkanir og svo mætti lengi telja.

Þrátt fyrir Covid 19 náði félagið að halda úti öflugu starfi, sérstaklega fyrir börn og unglinga, en töluverð röskun var þó á mörgum viðburðum og engir stórir fjölmennir viðburðir innandyra voru haldnir frá því farsóttin kom upp.

Öllum viðburðum var frestað eða aflýst um miðjan mars 2020, vegna setts samkomubanns almannavarna út af covid-19.

Fastir liðir sem féllu niður, skírdagsreið og kaffi, kynbótaferð, nýhestamót, fyrirhuguð kvennaferð, Bingó æskulýðsnefndar, leikjadagur, grilltúr og Helgafellstúr. Hestaferðbarna og unglinga yfir hvítasunnuhelgina þar sem fara átti á Skógarhóla varð því miður að fresta líka. Þessi ferð var spennandi viðburður sem gaman verður að fá tækifæri til að halda sem fyrst.

Meðal viðburða sem nefndir félagsins héldu má nefna, járninganámskeið, almenn reiðnámskeið,sýnikennsla í reiðhöll með Magnúsi Braga á Íbishóli sem fullt út úr dyrum.

Reiðmennskuæfingar hefjast. Vikulegar reiðmennskuæfingar æfingar fyrir börn, unglinga og ungmenni voru meðal þeirra nýjunga sem komið var á fót á starfsárinu. Æfingarnar eru vel sóttar og mikilvægt að hægt sé að æfa hestaíþróttir á reglulegum grunni. Stefna stjórnarinnar er að auka þetta starf eins og hægt er. Í kennslu á reiðmennskuæfingum er lögð áhersla á að nota hina fjölmörgu færu og vel menntuðu kennara sem eru í Sörla. Stjórn telur að reiðmennskuæfingarnar hjá Sörla séu í fyrsta skipti á Íslandi sem börnum og unglingum er boðið upp á að æfa hestamennsku frá hausti fram á vor.

Yfirþjálfari ráðinn. Hinrik Þór Sigurðsson var ráðinn yfirþjálfari hjá Sörla. Meðal skyldna yfirþjálfara er að skipuleggja og halda utan um æfingar sem eru á vegum félagsins. Auka á faglega nálgun æfinga og auka yfirsýn yfir þjálfunarstarf innan félagsins. Stefnt var að reglulegum æfingum fullorðinna á starfsárinu, en vegna Covid 19 varð ekki af því að það færi á flug, þrátt fyrir mikinn áhuga félagsmanna.

Starfsemi félagshúss Sörla. Félagshús Sörla er rekið með krafti. Í upphafi núverandi starfsárs félagshússins var félagshús rekið í húsakynnum Íshesta. Sörli leigir pláss og hesta frá Íshestum undir starfsemina. Einnig geta börn komið með eigin hestakost. Það hefur verið léttir fyrir hestamannafélagið að komast í samstarf við Íshesta þar sem fyrir er mikill hestakostur og völ á að fá reiðtygi. Íshestar bera ábyrgð á járningum og dýralæknakostnaði, sem hálpar Sörla að halda utan um fastan kostnað vegna félagshússins. Auður Ásbjörnsdóttir hefur af sinni alþekktu snilld séð um félagshúsið og haldið utan um starfið.

Staða reiðhallarmál – framkvæmdanefnd um byggingu reiðhallar. Framkvæmdanefnd um byggingu nýurrar reiðhallar skilaði vinnu sinni á árinu 2020. Nú í upphafi árs 2021 hefur verið óskað tilboða í lokahönnun reiðhallarinnar. Það má eiginlega segja að fyrsta alvöru formlega skrefið hafi nú verið stigið af hálfu Hafnafjarðarbæjar. Á hitt ber þó að líta að miðað við núverandi forsendur ætti bygging reiðhallar að geta hafist strax eigi síðar en vorið 2022 og þar sem mjög mikil áhersla er á það af hálfu félagsins að svæðið geti ekki verið framkvæmdasvæði nema í mjög stuttan tíma, þarf að ljúka byggingunni strax það ár. Stjórn Sörla hefur hins vegar áhyggjur af því að svo virðist sem fara eigi í bygging knatthús Hauka samhliða þessu verkefni, sem setur spurningar um framkvæmdahraða og forgangsröðun ÍBH.

Ný viðmið vegna verðlaunaafhendinga félagsins. Stjórn félagsins óskaði eftir sjálfboðaliðum í starfshóp til að yfirfara og útfæra leiðara fyrir árangursverðlaun sem eru veitt á árs- og uppskeruhátíð félagsins, starfshópurinn skilaði af sér síðsumars og voru þessi viðmið notuð í fyrsta skipti við val á íþróttafólki félagsins fyrir árið 2020. Það er von stjórnar að nýjar reglur tryggi fagmennsku við valið og stuðli að einingu félagsmanna.

Mótahald. Mótin tókust vel, eina sem þurfti að fella niður var Nýhestamótið og Vetrarleikar 3 voru ekki þrígangsmót vegna Covid aðstæðna. Mjög stórt Hafnarfjarðarmeistaramót – Mótanefnd stóð sig vel í krefjandi aðstæðum og á hrós skilið. Sérstaklega var íþróttamót félagsins sem beint streymi var frá afar glæsilegt. Vel kom í ljós í útsendingunni hvað mótssvæði félagsins er glæsilegt og á fáa sína líka hvað varðar fegurð umhverfisins. Stundum var áhorfendabann, en þá var beint streymi með Alendis. Ástæða til að nefna sérstaklega þátt Ingvars Sigurðssonar sem hefur verið duglegur að taka myndir og setja inn á fb. síðu félagsins. Ómetanlegur brunnur heimilda síðar meir.

Kynbótasýningar í Sörla. Ljóst er að stefna stjórnarinnar um að leggja áherslu á góðar aðstæður til kynbótasýninga er að skila árangri. Töluverð vinna og fjármunir hafa farið í endurbætur á kynbótabrautinni og dómpalli. Sú vinna er að skila því að Sörli er eftirsóttur staður til sýninga. Kynbótanefnd hefur verið ötul við að afla sér tekna með uppboðum á folatollum. Kynbótanefnd keypti búnað og leigði búnað til sýningahalds á árinu og til stendur að setja ofan á kynbótabrautina fyrir sýningar vorsins.

Folaldasýningin var á sínum stað. Fá félög innan höfuðborgarsvæðisins halda enn úti folaldasýningum en sýningin í Sörla er vegleg og lætur ekkert á sjá.

Ný mikilvæg fjármögnun. Skírdagshappdrætti Sörla gekk vonum frama. Það tekur á að afla vinninga og svo selja miða, en þetta var stærsti fjáröflunarviðburður félagsins. Öflun vinninga og sala hefur alfarið verið á höndum stjórnar og framkvæmdastjóra. Það er ljóst að það er bæði gaman og góð fjáröflun að halda Skírdagshappdrætti. Stjórn hvetur félagsmenn áfram til að standa við bakið á happdrættinu, gefa vinninga og kaupa miða.

Æskulýðsstafið – Mikið og skemmtilegt æskulýðsstarf er í Sörla og ekki skortur á hugmyndum þar á bænum. Á Starfsárinu var æskulýðsráð stofnað, ýmislegt nýtt gert, félagsmiðstöð, reiðtúrar fyrir vana krakka, Grímuleikar, Fjölskylduferð, hestaloppa, aðventurölt, jólaskemmtun með Sörla og Íshestum.

Viðrunarhólf – Vinna við að koma á fót mörgum nýjum viðrúnarhólfum er í fullum gangi. Búið að fá jarðýtu til að móta girðingarstæði, fara með alla hornstaura upp í hólfið og kaupa efnið, nú þarf bara að hafa hraðar hendur um leið og hægt er og setja upp girðinguna, fá vatn í hólfið, rafmagnstengingu og rafstöð. Byrja að nota það strax í sumar til þess að lúpínan byrji að troðast niður og hólfið að gróa upp. Ný viðrunarhólf geta gerbreytt allri hestamennsku í Sörla á sumrin ef vel tekst til.

Lagfæringar á reiðvegum – Á Síðasta starfsári var tekin upp sú nýbreytni að fara með hefil eftir skógarhringjunum og efni sótt í kantana og vegir jafnaðir og lagaðir. Einnig var notað eitthvað efni fyrir neðan Hlíðarþúfur. Þetta kemur reyndar til af illri nauðsyn þar sem sáralitlar fjárveitingar fást til viðhalds á reiðvegum á félagssvæðinu. Stjórn félagsins stóð fyrir greiningu á lágmarks viðhaldsþörf á reiðvegakerfinu. Sú greining Hafnafjarðarbæjar skilaði lágmarkstölu upp á 1,5 m.kr. árlega. En í dag fást 500.000 og hefur sú tala staðið þannig mjög lengi. Ekki þarf að fjölyrða um að við svo búið er ekki hægt að una.

Félagsgjöld. Félagsgjöld fyrir greiðandi félagsmenn eru kr. 15.000. Ekki er lögð til nein breyting á því á aðalfundi félagsins.

Tækjakaup. Félagið keypti fjórhjól og tæki til að vinna reiðhallargólfið.

Varningur merktur Sörla. Stjórn hefur lagt áherslu á að bjóða upp á varning til sölu merktan félaginu. Jakkarnir eru vinsælir og árið 2020 var einnig boðið upp á Sörlaúlpur og teppi og hnakkábreiður með merki félagsins. Það er stefna félagsins að sem flestir gangi stoltir um merktir félaginu sínu.

Reiðstígamál. Það hafa ekki farið fram hjá neinum þau klögu og kærumál sem í gangi voru á starfsárinu vegna reiðleiðarinnar umhverfis Gráhelluhraun og göngustígsins sem þar liggur. Stjórn félagsins er alfarið á mót frekari þverunum á reiðleiðinni umhverfis Gráhelluhraun. Félagið er búið að ná því fram að skógarhringirnir eru merktir sem æfingasvæði Sörla og þar á engin önnur umferð að vera en umferð hestamanna. Alla aðra stíga sem nýttir eru eru til útreiða er eðlilegt og sanngjarnt að samnýttir séu með öðru útivistarfólki sem þá má nota.Í gangi er vinna starfshóps skipuðum af Hafnafjarðarbæ sem á að taka til skoðunar nýtingu stíga í upplandi Hafnafjarðarbæjar.

Ræktunarreitir til skógræktar. Félagið hefur sótt um tvo ræktunarreiti til skógræktar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ. Með þessu vill félagið sýna áhuga sinn í verki á uppgræðslu landsins og þann velvilja sem félagið ber til þeirra sem ræktað hafa upp svæði félagsin með þeim skógi sem gerir það svo skemmtilegt. Telur stjórnin að skógrækt og hestamennska fari vel saman ef skilningur er á báða bóga fyrir þörfum hvors um sig.

Efnahagur. Ljóst er að þrátt fyrir Covid og á óáran sem veirunni fylgdi stendur rekstur félagsins vel og skilar stjórn ágætum hagnaði fyrir síðasta starfsár. Hagnaður er ekki markmið félagsins en þó ljóst að traust stjórn peningamála er grundvöllur þess að félaginu farnist vel og að það geti enn betur þjónustað sína félagsmenn.

Góður félagsmaður Jón Björn Hjálmarsson lést á árinu, Sörlafélagar minnast hans með söknuði.

Þakkir
Að lokum vill stjórn þakka öllum nefndum og sjálfboðaliðum félagsins fyrir þeirra góðu störf og framlag á árinu til félagsstarfsins.

F.h. stjórnar Hestamannafélagsins Sörla
Atli Már Ingólfsson.

 

Fundarstjóri þakkar formanni fyrir og býður í pontu gjaldkera félagsins; Kristínu Þorgeirsdóttir.

Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins

Gjaldgeri kveður innheimtu félagsgjalda ganga vel og útskýrir að nú séu notaðir greiðsluseðlar sem félagsmenn fái senda í heimabanka. Innheimta félagsgjalda gangi mun betur eftir að þetta fyrirkomulag var sett á.

Gjaldkeri fer yfir það að fastafjármunir sé um kr. 96,5 miljón. Eignir samtals um kr. 21 miljón og eigið fé alls um kr. 120 miljónir. Eignirnar okkar hækka sem er rökrétt þar sem endurmat hafi farið fram á þeim.

Gjaldkeri talar um hversu góð fjáröflun happdrættið er, hagnaður síðasta árs 1,4 miljón og mikilvægt að halda þeirra fjáröflun á lofti.

Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikningana

Fundarstjóri opnar fyrir umræður um liði 3 og 4. Sólveig Óladóttir spyr hvernig hafi gengið að byrja barna og unglingastarfið svona snemma. Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdarstjóri svarar því að starfið hafi farið vel af stað og gengið framar vonum. Fleiri börn og unglingar hafi verið skráðir á haustönn en á vorönn. Sólveig hrósar því og tjáir hversu gaman sé að sjá mikið af börnum og unglingum á mótum og reiðvegum félagsins.

Halldóra Einarsdóttir spyr hvort hafi verið fækkun á félagsmönnum sem kaupa lykla af reiðhöll, Kristín Þorgeirsdóttir gjaldkeri svarar því neitandi.

Formenn/fulltrúar nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári

Ferðanefnd: Jón Harðarson formaðður greindi frá starfi nefndarinnar. 

Fræðslunefnd:  Þórunn Þórarinsdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.

Krýsuvíkurnefnd: Ólafur Þ. Kristjánsson greindi frá starfi nefndarinnar.

Kvennadeild: Enginn er mættur frá kvennadeildinni til að gera grein fyrir starfi nefndarinnar.

Kynbótanefnd: Enginn kom frá kynbótanefnd til að greina frá starfi nefndarinnar.

Laganefnd: Darri Gunnarsson greindi frá starfi nefndarinnar.

Lávarðadeild: Enginn kom frá lágvarðadeild til að greina frá starfi deildarinnar.

Móta- og vallarnefnd: Inga Kristín Sigurgeirsdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.

Reiðveganefnd: Jón Ásmundsson greindi frá starfi nefndarinnar.  

Skemmtinefnd: Enginn kom frá skemmtinefnd til að gera grein fyrir starfi nefndarinnar.

Æskulýðsnefnd: Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir greindi frá starfi nefndarinnar.  

Kaffihlé

Kosning formanns

Atli Már Ingólfsson býður sig áfram fram sem formaður. Engin mótframboð hafa komið fram. Atli Már Ingólfsson er því kosinn formaður Hestamannafélagssins Sörla áfram.

Kosning fjögurra (af sex) manna í stjórn (þrír til tveggja ára og einn til eins árs) Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara

Kristínn Þorgeirsdóttir, María Júlía Rúnarsdóttir og Sveinn Heiðar Jóhannesson eru að fara inná sitt 2 ár í stjórn. Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristján Jónsson og Stefnir Guðmundsson hafa lokið sínu tímabili. Ásta Kara og Stefnir gefa ekki kost á sér áfram.

Kristján Jónsson, Einar Ásgeirsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir bjóða sig til stjórnar. Ekki eru nein mótframboð og eru þau kosin til stjórnar.

Tillaga var gerð um að Ingvar Teitsson og Valka Jónsdóttir yrðu kosin sem skoðunarmenn félagssins. Fundarstjóri stingur uppá að Halldóra Einarsdóttir sé kosin sem skoðunarmaður til vara og er sú tillaga samþykkt samhljóma.

Kosning í nefndir, deildir og ráð og skal kjósa formenn sérstaklega

Ferðanefnd: Ásta Snorradóttir og Arngrímur Svavarson gefa ekki kost á sér. Jón Harðason býður sig fram sem formaður, með honum vilja starfa Kristín Auður Elíasdóttir og Heiðrún Arna Rafnsdóttir.

Fræðslunefnd: Þórunn býður sig fram áfram sem formaður, með henn bjóða sig fram Helga Sveinsdóttir og Bjarni Sigurðsson.

Krýsuvíkurnefnd: Pétur Ingi Pétursson býður sig fram sem formaður, hann er kosin samhljóma. Með honum munu starfa Guðmundur Smári Guðmundsson, Gunnar Örn Ólafsson, Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigurður H. Einarsson

Kvennadeild: Eins og staðan er nú eru í henni eru 30 galvaskar konur. Þær koma saman á æfingum á vegum kvennadeildar annanhvern föstudag. Þessar konur ásamt fleirum sem ekki eru á æfingum koma fyrir og eftir æfingar og spjalla og hafa gaman saman. Einhverjar af þeim munu klárlega taka við nefndinni næsta haust. Á næsta ári verður kosið frekar í nefndina.

Kynbótanefnd: Nefndin verður óbreytt.

Laganefnd: bíður sig fram óbreytt frá síðasta ári. Í henni starfa Hafdís Arna Sigurðardóttir, hún er kosin formaður, Darri Gunnarsson og Stefanía Sigurðardóttir.

Lágvarðadeild: Eru allir fyrrum formenn sem eru enn félagsmenn Sörla. Páll Ólafsson deildarformaður og Thelma Viglundsdóttir ritari.

Móta- og vallanefnd: Inga Kristín býður sig áfram sem formaður með henni Aníta Róbertsdóttir, Andri Erhard Marx, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Íris Ósk Jóhannesdóttir. Sérlegur aðstoðarmaður mótanefndar er Nói.

Reiðveganefnd: Jón Ásmundsson býður sig áfram fram sem formann, það er samþykkt samhljóma. Með honum mun starfa Jóhann Sigurður Ólafsson, Ólafur F C Rowell, Guðríður Eldey Arnardóttir og Gunnar Hallgrímsson.

Skemmti og fjáröflunarnefnd: Brynja Birgisdóttir er kosin sem formaður í nefndinni og með henni munu starfa Helga Guðrún Friðþjófsdóttir og Margrét Ásta Jónsdóttir.

Sörlastaðanefnd: Nefndin býður sig áfram óbreytt til starfa. Í henni eru Pálmi Þór Hannesson, Grétar Már Ómarsson, Ísleifur Þór Erlingsson og Stefnir Guðmundsson.

Viðrunarhólfanefnd: Jóhann Sigurður Ólafsson býður sig fram sem formaður og með honum munu starfa Ólafur Ólafsson, Friðþjófur Ragnar Friðþjófsson, Þórir Jónas Þórisson, Vilhjálmur S. Bjarnason og Sigurður Finnur Kristjánsson. Nefndin er blönduð af húseigundum í efri og neðribyggð

Véla og tækjadeild: Kristján Jónsson formaður með honum Ásbjörn Helgi Árnason – bjóða sig fram áfram.

Æskulýðsnefnd: Svanbjörg Vilbergsdóttir býður sig fram sem formaður, með henni munu starfa Freyja Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Guðmundur Tryggvason og Þórkalta Elín Sigurðardóttir. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, fráfarandi formaður mun verða nefndinni innan handar.

Fundarstjóri þakkar þeim sem hefur starfað í þessum nefndum sem hafa unnið og lagt á sig óeigingjarnt starf. Fundurinn klappar fyrir fráfallandi nefndum og stjórn.

Önnur mál

Spurning til reiðveganefndar. Einarsson spyr hversu langt málið sé komið varðandi reiðveg milli spretts og Sörla. Fulltrúi reiðvegnefndar lýsir því að byrjað var Sprettsmegin en að verkið hafi stoppað vegna skipulagsmála, í tengslum við golfvöllinn á félagssvæði Odds og friðað lands. Upplýst að fulltrúar Spretts eru að funda með umhverfisráði Garðabæjar.

Stefán Már Gunnlaugsson þakkar stjórn fyrir góð störf í þessu árferði. Tvennt sem hann vill minnast á, annars vegar er það reiðhöllin sem hann kveður stórt mál fyrir okkur öll, það reynir ekki bara á stjórnina heldur að allir séu með í þeim báti. Stefán bendir á að mikil umræða er um knatthús hjá Haukum þar sem félagsmenn allir virðist róa í sömu átt. Stefánn nefnir að stjórnmálamenn hlusti á fólk og skorar hann á félagsmenn á að ræða þetta mál allstaðar, og spurja eins marga og unnt er um uppbyggingu nýrrar reiðhallar, þ.e. einkum og aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðla.

Þá fór Stefán yfir það að mikil ásókn er í uppland Hafnarfjarðar, þ.m.t. reiðveigi. Farið er að þrengja verulega að hestamönnum og almennt af fólk sem ekki þekkir til, skilning á hestamennsku. Í ljósi þessar miklu ásóknar þurfa hestamenn að vera duglegir að miðla af þekkingu sinni m.a. um mikilvægi öryggismál og þ.h. Þurfum við að standa í lappirnar og vera sameinuð um reiðvegina okkar. Stefán segir þörf vera fyrir sérstökum fundum þar sem reiðvegamál eru rædd og þá hvað hægt er að gera.

Þórunn Þórarinsdóttir nefnir að allir hlakki til að ný reiðhöll verði byggð. Kvennadeildin s.e. m.a. sérstaklega spennt fyrir nýrri reiðhöll og að þegar hafi verið byrjað á æfingum fyrir opnunaratriðið.

Formaður fær orðið en hann vill þakka Stefáni fyrir hans athugasemdir og tekur undir með honum um að allir félagsmenn og stjórn verði að vera dugleg að ræða reiðhallarmál.

Þá fór formaðurinn yfir það að hann, auk Sigríðar framkvæmdastjóra og Halldóru Einarsdóttur jafo frið yfir kort og merk inn þær reiðleiðir sem hestamönnum væri nú bannað að nota og að ljóst væri að verulega þrengdi að hestamönnum. Formaðurinn benti á að það væri ekki í lögum að hestar megi bara vera á reiðvegum og að brýnt væri að vinna þessi máli í samstarfi viðbæjaryfirvöld.

Formaður fór jafnframt yfir það að Sörli muni halda Íslandsmót barna og unglinga í sumar. Ætlunin er að halda glæsilegt Íslandsmót. Formaður nefndi að svona mót geti einungis farið fram með aðstoð sjálfboðaliða og auglýsti eftir áhugasömu fólki til að starfa í nefnd/hóp sem mun sjá um að skipuleggja og halda utan um mótið. Þá nefndi formaður að til standi að óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum til þess að fá aðkomu þeirra.

Formaður lauk máli sínu á því að þakka fráfallandi stjórnarmeðlimum fyrir störf sín og bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna í stjórn.

Framkvæmdarstjóri brýnir fyrir fundargestum að knapar verði að passa sig að ríða ekki litlu vegina við Hvaleyravatnið þar sem bannað er að fara ríðandi. Þá benti hún á að allir skógræktarlundir eru lokaðir fyrir hesta og að hestamenn verði að virða það.

Halldóra tekur orðið, hún er hissa yfir mætinguna í kvöld og benti á að mætingin væri nokkuð slök. Hins vegar mætti e.t.v. túlka það á jákvæðan hátt þ.e. að félagsmenn séu almennt jákvæðir og ánægðir með störf stjórnar og nefnda.

Inga Kristín Sigurgeirsdóttir vill brýna fyrir félagsmönnum að keyra varlega í kringum hverfin og lýsti því að það hafi legið við stórslysi nýverið er félagsmaður kom akandi á fullri ferð við Hlíðarþúfur.

Vilberg Einarsson segir í framhaldi að ábendingu Ingu Kristínar að ræða þurfi lokun á tveimur stöðum við Sörlaskeið. Vilberg fjallar um að of mikið sé um að ökumenn keyri í gegnum Sörlaskeiðið á talsverðri ferð og nokkur óþarfa umferð sé þar í gegn. Vilberg telur húseigendur við Sörlaskeið sammála um að það þurfi að takmarka umferð þarna í gegn og það megi gera með lokunum, sbr. framangreint.

Framkvædmarstjóri svarar að verið sé að semja bréf til að senda en skipulagsbreytingu þarf til að þetta sé framkvæmalegt.

Halldóra Einarsdóttir nefnir að einn ókostur sé, en það er ef mikill hláka sé og fólk þurfi að keyra í burtu með kerrur.

Að lokum hrósar fundarstjóri stjórn og félagsmönnum. Hann kveður æskulýðsstarf félagsins alveg magnað, og að ársreikningur félagsins sé mjög góður. Þá sé ný reiðhöll í vinnslu. Fundarstjóri þakkar fyrir góðan fund. Formaður tekur orðið, sem þakkar fundarstjóra fyrir orðið.

Formaður þakkar fyrir komuna og segir að ný stjórnin muni nú halda ótrauð áfram því góða starfi sem fyrri stjórn skilar af sér.

Fundi slitið
Kl: 22:50