Framhaldsaðalfundur fyrir árið 2023

2023 

Framhalds aðalfundur Sörla. Þriðjudaginn 19. mars 2024 kl. 20:00 að Sörlastöðum

Atli Már Ingólfsson formaður setti fundinn og tilnefndi Arnór Snæbjörnsson sem fundarstjóra sem samþykkt var af fundinum.

Ritari fundar er Sveinn Heiðar í stjórn Sörla.

Fundarstjóri lýsir yfir að boðað hafi verið til fundarins með lögmætum hætti. Fundargestir gerðu ekki athugasemdir við lögmæti fundarins og telst hann því lögmætur.

Á dagskrá fundarins er að leggja fram kynna ársreikning félagsins vegna ársins 2023.

Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikninginn.

Staða félagsins er góð og skilaði það hagnaði á starfsárinu 2023, var reikningur borinn undir fundinn og hann samþykktur einróma.

Rekstrartekjur voru rúmlega 87 mkr árið 2023 sem er veruleg hækkun frá árinu áður. Kemur það helst til af aukinni virkni innan félagsins. Rekstrargjöld hækkuðu lítillega eða um tæpar 2 mkr á milli ára. Hagnaður ársins 2023 eftir afskriftir voru rúmlega 19 mkr en var tæplega 12 mkr árið 2022. Á árinu 2023 var ákveðið að leita betri vaxtakjara og við það náði félagið að auka vaxtatekjur sínar um 2 mkr frá fyrra ári.

Rætt var að nýverið var ráðinn starfsmaður í 50% starf sem mun þá auka launakostnað í framtíð. Ljóst var að starf framkvæmdastjóra var orðið rúmlega fullt starf og við því varð að bregaðst.

Almennar umræður fóru fram og var þar meðal annars varðandi stöðu á nýju reiðhöllinni sem er á áætlun.

Einnig kom mjög áhugaverð hugmynd frá félagsmanni varðandi að setja upp öruggt svæði til þjálfunar bæði knapa og hesta.

Það er nefnilega gríðaleg þörf að útbúa svæði sem er öruggt fyrir annari umferð og umhverfi almennt.

Hugmyndin er að fara í samstarf við Hafnarfjarðabæ og Skógrækt með að útbúa svæði aftan við húsin á Fluguskeiði og mun tengjast íþróttasvæði félagsins.

Mun þetta verða tekið fyrir á næsta Stjórnarfundi og kynnt þá betur fyrir félagsmönnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00