Framhaldsaðalfundur fyrir árið 2024

2024 

Framhalds aðalfundur Sörla. Þriðjudaginn 18. mars 2025 kl. 20:00 í Glersal Íshesta

Atli Már Ingólfsson formaður setti fundinn og var tilnefndur fundarstjóri sem var samþykkt af fundinum.  Ritar fundar Sveinn Heiðar varaformaður Sörla. Fundarstjóri lýsir yfir að til fundarins hafi verið boðið með lögmætum hætti, fundargestir gerðu ekki athugasemd við lögmæti fundsins og telst hann því lögmætur.

Á dagskrá fundarins er að leggja fram kynna ársreikning félagsins vegna ársins 2024.

Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikninginn.

Staða félagsins er góð og var hagnaður af starfsárinu 2024, var reikningur borinn undir fundinn og hann samþykktur einróma.

Rekstrartekjur alls voru tæpar 98 mkr árið 2024 tæpum 11 mkr hærri en árið á undan. Rekstrargjöld voru rúmlega 85 mkr sem er en hærra en í fyrra, kemur það til vegna lögbundinna launahækkana, nýr starfsmaður í hálfu starfi bættist við meiri verktakagreiðslur vegna fjölda námskeiða, landsmóts ofl. Rekstur félagshúss var mun hagkvæmari á árinu. Hagnaður ársins eftir árskriftir nam tæpri 16 og hálfri mkr. Leitað var leiða til að ná sem hagkvæmasti ávöxtun á sparifé félagsins og námu vaxtatekjur rúmum 4 mkr á árinu. Fastafjármunir eru rúmar 157 mkr, veltufjármunir eru rúmlega 62 mkr, þar af er handbært fé tæplega 57,5 mkr. Eigið fé er rúmlega 217,5 mkr, skammtímaskuldir voru um áramót rúmlega 2 mkr og voru það allt skuldir sem voru ekki á eindaga fyrr en eftir áramót. Skuldir og eigið fé eru því tæplega 220 mkr.

Almennar umræður fóru fram og þar bar hæst staða á reiðhöll og lokafrágangur á hinni frægu göngubrú sem er ólokið við.

Sköpuðust mjög líflegar umræður og ýmsar hugmyndir ræddar.

Ekki fleira rætt og fundið slitið kl. 21.30