Námsskrá

 

Námsskrá Hestamannafélagsins Sörla

Reiðmennskuæfingar Sörla

  • Hefjast í byrjun september og standa fram í maí.

  • Æfingar eru að jafaði tvisvar í viku, einn verklegur tími og einn bóklegur, þar að auki eru opnir þjálfunartímar

Áherslur i bóklegri kennslu reiðmennskuæfinga

  • Að nemendur skilji helstu hugtök í reiðmennsku og þjálfun

  • Bókleg kunátta á helstu æfingum sem notaðar eru í þjálfun

  • Hreyfifræði - gangtegundir

  • Grunnatriði í atferlisfræði

  • Grunnatriði í heilsufræði hestsins

  • Læra um fóðrun og umhirðu (bóklegt og verklegt)

  • Helstu sjúkdómar

Flokkaskipting verkleg kennsla

  • 6. flokkur 8-10 ára

  • 5. flokkur 11-13 ára

  • 4. flokkur 14-16 ára

  • 3. flokkur 17 ára og eldri

  • Fullorðinshópur sem verður ætlaður 18 ára og eldri

Áherlslur í knapaþjálfun almennt:

  • Hugarfarsþjálfun

  • Skipulag þjálfunar

  • Markmiðasetning

  • Vinna með hræðslu

Verklegar áherslur:

  • 8-10 ára: Efla áhuga iðkenda ía íþróttinni á breiðum grunni. Kynna grunngildi góðrar hestamennsku og leyfa iðkendum að kynnast íþróttinni á margan hátt. Leikir og fjör til þess að hópurinn kynnist.

  • 11-13 ára: Iðkendur læri helstu hugtök í reiðmennsku. Kunni skil á grunnæfingum í liðkandi vinnu. Fái fræðslu um gildi grunnþjálfurnar reiðhesta. Læra handhægar æfingar um markmið og hugarfarsþjálfun.

  • 14-16 ára: Iðkendur fái innsýn í mikilvægi þjálfunar í vinnuformi. Öðlist yfirsýn í liðkandi og styrkjandi vinnu og grunnfærni í vinnu við hendi.

  • 17 ára og eldri: Allt ofan talið.

Hver flokkur skiptist upp í undirgreinar á vorönn þar sem knapar velja áhugasvið. Það verða keppnishópar, almenn þjálfun og fleira ef hópar eru nógu stórir.

Knapamerki

Markmið Knapamerkjanna

  • Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.

  • Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.

  • Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.

Með stigskiptu námi í hestamennsku sem hér er kynnt er stuðlað að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennsku. Markmiðið er að kennslan verði faglegri og samræmdari en verið hefur og nemandinn leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Þar með er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni.

Með því að nám barna og ungmenna í hestamennsku er valkostur í skólakerfinu skapast sterkari umgjörð sem stuðlar að markvissum vinnubrögðum við kennslu, námsmat, gerð námgagna og um leið frekari útbreiðslu hestamennskunnar. Þá mun tilkoma Knapamerkjanna einnig stuðla að því að hinn almenni hestamaður geti með skipulögðum hætti aukið við þekkingu sína með því að sækja námskeið sem eru byggð upp stig af stigi hvað varðar námsþætti, færni og námsmat. (knapamerki.is)

Öll stig knapamerkja 1-5 eru kennd hjá hestamannafélaginu Sörla, hvert stig sem lokið er með verklegu og bóklegu prófi er undanfari þess næsta.

Félagshesthús Sörla

Iðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku fá aðgang að því að leigja sér pláss í félagshesthúsi Sörla.

Í félagshúsinu er einnig hægt að leigja aðgang að hesti sé þess ekki kostur að taka þátt með eigin hest.

Iðkendur fá ítarlega aðstoð og leiðbeiningar hjá leiðbeinendum og umsjónarmönnum félagshússins um hirðingar, fóðrun, umgengni og aðstoð við útreiðar og þjálfun frá september fram í maí ár hvert.

Skipulagðir tímar í félagshúsinu fyrir hvern iðkanda er tvisvar sinnum í viku.