Afmælisvísur frá Sigurði Halli

Gunnar Örn Ólafsson 50 ára 

GUNNAR ÓLAFSSON 50 ÁRA

AFMÆLISKVEÐJA FRÁ SÖRLAFÉLÖGUM í fjölmennum afmælisfagnaði

Við árnum þér, fimmtugi öðlingsmaður,
þess alls sem í lífinu er best,
að farsældir hljótirðu frjáls og glaður
og færum þér dálítinn hest.

Ef folaldið lærir af fóstranum vel
það færleikur dæmist með glans.
Með liprasta vilja og ljúfasta þel.
Sú lofgjörð mun sungin til hans.

Og sérstakar þakkir af sumarferðum,
þær síst mega niður falla.
Svo prúður í fasi, samt primus í gerðum,
og pelinn þinn gleður alla.

Því skulum nú drekka og skála þér til.
Við skálum og óskum þess öll
að sælu þú njótir í sumarsins yl.
Og senn birtir aftur um fjöll.

Stebbi Hjalta og Gunni Óla
Þessi skemmtilega mynd af Gunna Óla og Stebba Hjalta var fundin á netinu. Myndin er sennilega tekin nokkru fyrir fimmtugsafmælið.