Hestavers

Eftir Sigurð Hall Stefánsson 

Hestamannafélagið Sörli á í fórum sínum gamlar vísur sem Sigurður Hallur Stefánsson afhenti félaginu til varðveislu. Sigurður Hallur er mikill hagyrðingur og þykir félaginu mikill fengur í þessum hestaversum. Á næstunni munum við setja inn á vefsíðuna nokkrar vísur í senn. Vísurnar orti hann á þeim árum meðan hann stundaði hestamennsku. 

Á HESTAFERÐALÖGUM

 1  Bláskógaheiði

Góðar vísur varða leið
og viskulínur snjallar.
Gáðu líka að grænum meið
við götur lífsins allar.

 2  Tvídægra

Hljóma skellir skeifum frá,
skjálfa fellin tíðum.
Hristast kellur hnökkum á,
hófasmellum ríðum.

Æjum brátt við unaðsá,
undir náttfells rótum
og þar sátt við súpum á,
syngjum, dráttar njótum.

 Linnir roki, lerast flest,
 liggur Ok að baki.
Út úr þoku leiddum lest,
 lífgar kokin raki.          

Neðan hlíða lýkur leið,
leynast víða sporin.
Eflir lýðum æskuseið
út að ríða á vorin.                                                            

 3  Þjófadalir

 Upp til fjalla, út við sjó,
 innst í faðmi dala
hef ég fæðast fundið ró
og fagurt hjartað tala.

Þjófadalir
Þjófadalir