Námskeið 2022-2023
Reiðmennskuæfingar yngri flokka og fullorðinna hófust í september. Fullt er í alla æfingatíma, en þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta sent yfirþjálfara félagsins tölvupóst á netfangið hinriksigurdsson@gmail.com . Öll börn og unglingar sem sækja um komast að, en fullorðnir fara á biðlista.
Kennsla í Knapamerkjum 2, Knapamerkjum 3 og Knapamerkjum 4 hófst með bóklegri kennslu í september og verður þeim öllum lokið í byrjun febrúar. Knapamerki 1 verður kennt á vorönn 2023.
Ýmiss námskeið verða í boði á vorönn 2023 á vegum fræðslunefndar, mánaðarnámskeið, helgarnámskeið og sýnikennslur. Skráningar á námskeiðin eru í auglýsingum hvers námskeiðs fyrir sig.
Pollanámskeið verður kennt í janúar fram í febrúar 6 skipta námskeið.
Kvennatöltsæfingar hefjast í byrjun febrúar, eru annan hvern föstudag í sex skipti.
Fyrir nánari upplýsingar eða hugmyndir að námskeiðum vinsamlegast sendið tölvupóst á yfirþjálfari félagsins Hinrik Þór Sigurðsson hinriksigurdsson@gmail.com eða á Þórunni Þórarinsdóttur formann fræðslunefndar fraedslunefnd@sorli.is