Námskeið 2025-2026
Reiðmennskuæfingar yngri flokka og fullorðinna.
Yngri flokkar byrjaði í september en eldri flokkar byrjar í október. Fullt er í alla æfingatíma fullorðna, en þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta sent yfirþjálfara félagsins tölvupóst á astakara@sorli.is. Öll börn og unglingar sem sækja um komast að, en fullorðnir fara á biðlista þegar er orðið fullt í alla hópa.
Kennsla í Knapamerkjum 1, Knapamerkjum 3, Knapamerki 4 og Knapamerki 5 byrjaði með bóklegri kennslu í september og lýkur þeim í nóv, des og jan. Stefnt er á að kenna Knapamerki 2 á vorönn 2026.
Reiðmaður 1 byrjaði í október og verður kenndur í vetur í Sörla en fullt er á námskeiðið.
Krakkanámskeið - fyrir okkar yngstu og óreyndustu knapa verður flott starf í vetur en þar verða reglulegar æfingar í allan vetur sem skipulagt er af Pollanefnd félagsins
Hinrik Þór Sigurðsson var með frumtamninganámskeið frá 7. okt - 26. okt.
Atli Guðmundsson reiðkennari og Sörlafélagi verður með helgarnámskeið 29. - 30. nóv.
Bergrún Ingólfsdóttir reiðkennari og einkaþjálfari verður með Knapaþjálfun helgina 23.-25. jan.
Jóhanna Margrét Snorradóttir verður með helgarnámskeið dagana 7.-8. feb.
Þórarinn Eymundsson reiðkennari frá Hólum verður með einkatíma laugardagana 21. feb og 21. mars.
Kvennatöltsæfingar hefjast í febrúar, þær verða annan hvern föstudag í sex skipti.
Stefnt er að halda námskeið með Šárka og Bart – Einstakt teymi í klassískri reiðlist og meðferð hesta helgina 27. – 29. mars en mikil áhugi er á námskeiðinu.
Keppnisakademía hefst í mars og verður kennd í 2 helgarnámskeiðum og vikulegar æfingar byrja 27. apríl
Námskeiðin verða auglýst og hvernig skránig fer fram á vef félagsins.
Fyrir nánari upplýsingar eða hugmyndir að námskeiðum vinsamlegast sendið tölvupóst á yfirþjálfari félagsins Ástu Köru Sveinsdóttur astakara@sorli.is