Fræðslunefnd skal skipuð a.m.k. þremur félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi og á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera.
Nefndin skal halda fræðslufundi reglulega, ekki færri en þrjá á hverju starfsári, um hin ýmsu málefni sem þykja gagnleg/athyglisverð á hverjum tíma.
Nefndin skal standa fyrir námskeiðum/erindum fyrir alla aldurshópa í samráði við framkvæmdastjóra og aðrar nefndir með það að markmiði að vinna að framgangi hestamennsku. Námskeið fyrir 18 ára og yngri eru haldin í samvinnu með æskulýðsnefnd og framkvæmdastjóra.
Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.
Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendir stjórn félagsins til samþykktar og hún skal hafa skilað reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins ekki seinna en einum mánuði fyrir aðalfund.
Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarf. Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.
Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.
Uppgjör nefndarinnar og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram eigi síðar en einni viku eftir viðburð og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjörum og endurgreiðslum skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.
Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.
Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.