Tilgangur félagsins er sá að valda straumhvörfum í íslenskri hrossarækt, efla andann, vökva lífsblómið og ræða um stóðhesta og ræktun – gjarnan í bundnu máli. Auk ofangreinds, að sjá um allt það er viðkemur rekstri og utanumhaldi vegna stóðhests deildarinnar, hverju sinni, og koma honum á framfæri svo sómi sé að.
Úr stefnuskrá Graðhestamannafélags Hestakarla í Sörla