Starfslýsing fyrir Krýsuvíkurnefnd

Samþykkt á aðalfundi 2019 

Samþykkt á aðalfundi 2019

  1. Krýsuvíkurnefnd skal skipuð a.m.k. fimm félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera. 

  2. Nefndin sér um útleigu hrossabeitar í Krýsuvík til félagsmanna.

  3. Nefndin ákvarðar gjaldtöku fyrir beit, viðhald og uppbyggingu mannvirkja á svæðinu og annast innheimtu þess. Stefnt skal að því að ekki falli kostnaður á félagið.

  4. Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.

  5. Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendi stjórn félagsins til samþykktar.

  6. Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.

  7. Uppgjör nefndarinnar skal gera tveimur vikum fyrir aðalfund og eigi síðar en mánuð fyrir framhaldsaðalfund. Með uppgjöri skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.

  8. Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarfi.  Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.

  9. Nefndin stofnar fésbókarsíðu fyrir eigendur hrossa í hagagöngu og notar þá síðu til upplýsingagjafar. 

  10. Nefndin heldur fundi eins oft og þurfa þykir.

  11. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.

  12. Nefndin skal hafa skilað reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund.

  13. Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.