Starfslýsing fyrir Kynbótanefnd

Samþykkt á aðalfundi 2019 

Samþykkt á aðalfundi 2019

  1. Kynbótanefnd skal skipuð í það minnsta þremur félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera.

  2. Kynbótanefnd hefur það að aðalmarkmiði að styðja og auka áhuga á hrossarækt meðal félagsmanna Sörla.

  3. Nefndin heldur á hverju ári folaldasýningu á Sörlastöðum auk annarra atburða tengdum hrossarækt.

  4. Nefndin veitir viðurkenningar árlega:

    • Kynbótahross ársins hjá Sörla: Auk farandgrips veittum af Lávarðadeildinni veitir Kynbótanefnd hæst dæmda kynbótahrossi ársins, sem er í eigu Sörlafélaga að 50% hlutdeild eða meira, viðurkenningu.

    • Ræktunarmaður ársins hjá Sörla: Auk farandgrips gefnum af Hraunhamri fasteignasölu gefur Kynbótanefndin þeim Sörlafélaga sem er ræktandi (að helmingi eða meira) að hæst dæmda hrossinu það árið verðlaunagrip til eignar.

  5. Kynbótanefnd styður stjórn félagsins í því að halda árlega héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum, gera hana glæsilegri og hjálpa til við framkvæmd þeirra eins og kostur er.

  6. Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.

  7. Nefndin ber ábyrgð á auglýsingum á viðburðum og öðru tengdu efni varðandi nefndarstarfi og hrossarækt.  Nefndin skal skila fréttum og öðru efni til framkvæmdastjóra fyrir Sörlavefinn.

  8. Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendi stjórn félagsins til samþykktar.

  9. Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.

  10. Uppgjör nefndarinnar og endurgreiðslur til einstakra aðila skulu fara fram eigi síðar en einni viku eftir viðburð og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjörum og endurgreiðslum skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.

  11. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.

  12. Nefndin skal hafa skilað reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund.

  13. Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.

Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.