Reiðveganefnd skal skipuð a.m.k. þremur félagsmönnum og er formaður er kosinn á aðalfundi. Á fyrsta fundi skal nefndin kjósa sér ritara og gjaldkera.
Markmið nefndarinnar er að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi reiðleiðir. Nefndin skal sjá um að félagsmönnum verði séð fyrir reiðgötum á félagssvæðinu ásamt reiðvegatengingum við nærliggjandi hestamannafélög. Einnig að viðhaldi þeirra sé sinnt.
Nefndin skal gæta þess að reiðvegir verði ekki aflagðir án þess að aðrir, og þá ekki síðri, komi í staðinn.
Nefndin skal kappkosta um að gömlum reiðleiðum í umdæmi Hafnarfjarðar sé við haldið.
Nefndin skal fylgjast vel með mannvirkjagerð, þ.e. húsbyggingum og vegagerð, á félagssvæðinu og hafa í því efni gott samstarf við bæjaryfirvöld.
Nefndin skal sækja um reiðvegafé til viðeigandi aðila.
Nefndarmenn skulu ávallt nota netfang nefndarinnar í tölvupóstsamskiptum við aðra um málefni nefndarinnar.
Í upphafi starfsárs gerir nefndin rekstraráætlun og sendir stjórn félagsins til samþykktar.
Gjaldkeri í samráði við framkvæmdastjóra skal fara með fjármál nefndarinnar í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Löglegir reikningar skulu fylgja öllum greiðslum.
Uppgjör nefndarinnar skal skila tveimur vikum fyrir aðalfund og eigi síðar en mánuð fyrir framhaldsaðalfund og afhendast framkvæmdastjóra Sörla. Með uppgjöri skulu fylgja reikningar fyrir öllum útlögðum kostnaði.
Nefndin skal sjá um að Skógargatan og Hraunstígurinn séu hreinsuð og grjóttýnd.
Nefndin skal fylgjast með reiðvegagerð utan Hafnarfjarðarsvæðisins.
Nefndin skal sjá um að gerð reiðvega sé í samræmi við reglur L.H.
Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.
Nefndin skal hafa skilað reikningshaldi til framkvæmdastjóra félagsins að minnsta kosti einum mánuði fyrir aðalfund.
Skila skal skýrslu nefndarinnar fyrir starfsárið, viku fyrir auglýstan aðalfund.
Að öðru leiti fer starfslýsing nefndarinnar eftir lögum félagsins.