1. maí dagur íslenska hestsins

Á Sörlastöðum 

Æskulýðsnefnd óskar eftir atriðum frá hressum og kátum Sörla félögum á öllum aldri fyrir dag íslenska hestsins þann 1. maí nk. Endilega láta hugmyndaflugið ráða för, því fjölbreyttari atriði – því skemmtilegra. Óskað er eftir atriði frá einstaklingum, sem og hópatriðum og er miðað við að hvert atriði taki um fimm mínútur.

Öll áhugasöm sendi tölvupóst á netfangið aeskulydsnefnd@sorli.is fyrir 26. apríl nk., þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

Nafn/nöfn þátttakanda/-enda og stutt lýsing á atriði, sem og hvort óskað er eftir tiltekinni tónlist í atriðið.

Æskulýðsnefnd
Sörla