Á 52. ÍBH þingi fengu þrír Sörlafélagar viðurkenningar fyrir frábær störf fyrir félagið. Það voru þær Friðdóra Friðriksdóttir, Auður Ásbjörnsdóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir.
Friðdóra Friðriksdóttir hefur lagt mikið til félagsins í námskeiðahaldi síðastliðinn áratug. Hún hafði umsjón með Knapamerkjakennslu hjá félaginu um árabil, sá um kennslu og skipulag. Knapamerkin eru stigskipt kennslukerfi þar sem kennt er 1. til 5. stig. Nám í knapamerkjum er víðtækt og markvisst nám sem hentar jafnt byrjendum til keppnisfólks. Knapamerkjanám hefur verið og mjög vinsælt hjá félaginu.
Þær Auður Ásbjörndsóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir hafa lagt mikið og óeigingjarnt starf til félagsins s.l. þrjú ár. Þær höfðu yfirumsjón með félagshesthúsi félagsins fyrstu árin og tóku virkan þátt í að þróa starfið með miklum sóma. Í félagshesthúsi geta börn 9-18 ára komið og stigið sín fyrstu skref í hestamennsku undir handleiðslu leiðbeinenda án þess að eiga eigin hest eða aðstandendur í hestamennsku. Þarna geta þau fengið hest og reiðtygi til afnota en einnig geta geta þau verið þar með eigin hest og stundað sína hestamennsku í félagsskap annarra jafnaldra undir yfirumsjón leiðbeinenda.
Hestamannafélagið Sörli þakkar þessum dugmiklu félagskonum fyrir frábær störf fyrir félagið.