Á 52.þingi ÍBH voru þrír Sörlafélagar heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins

Viðurkenningar ÍBH 

Friðdóra Friðriksdóttir. Friðdóra hefur lagt mikið til félagsins í námskeiðahaldi síðastliðinn áratug. Hún hafði umsjón með uppbyggingu og kennslu í Knapamerkjum hjá félaginu um árabil með frábærum árangri og skilaði oft og iðulega þátttakendum með hæstu einkunnum á Knapamerkjaprófum. Knapamerkin eru stigskipt kennslukerfi þar sem kennt er á fyrsta til fimmta stigi.  Nám í knapamerkjum er víðtækt og markvisst nám sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Nám í knapamerkjum hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsælt hjá Sörla.  

 

Þær Auður Ásbjörndsóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir lögðu mikið á sig með félaginu við að koma að stofnun og mótun starfsins í félagshúsi Sörla. Þær höfðu yfirumsjón með félagshúsinu fyrstu árin og tóku virkan þátt í að þróa starfið með miklum sóma.  Í félagshesthúsi geta börn 9-18 ára komið og stigið sín fyrstu skref í hestamennsku undir handleiðslu leiðbeinenda án þess að eiga eigin hest eða aðstandendur í hestamennsku. Þarna geta þau fengið hest og reiðtygi til afnota en einnig geta geta þau verið þar með eigin hest og stundað sína hestamennsku í félagsskap annarra jafnaldra undir yfirumsjón leiðbeinenda. Auður og Guðbjörg náðu einstaklega vel til þeirra barna sem í félagshúsinu voru.

 

Hestamannafélagið Sörli þakkar þessum þremur dugmiklu konum fyrir frábær störf fyrir félagið.