Það þarf að fjarlægja kerrur af hestakerrusvæðinu við reiðhöllina

Framkvæmdir á svæðinu 

Það þar að fjarlægja fleiri hestakerrur af svæðinu en við héldum í fyrstu.

Allar hestakerrur sem eru inni á framkvæmdasvæðinu þurfa að fara núna um helgina 15. - 16. apríl.

Við erum búin að vera í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um frekari lausn á kerrusvæði/um fyrir félagsmenn okkar.

Á meðan það er ekki búið að finna lausn á því verðum við því miður að dreifa hestakerrunum um hverfin.

Því verða þeir sem eru með tjaldvagna og litlar kerrur að fjarlægja það úr hverfunum strax, enda á ekki að geyma slíka hluti hér á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla.

Einnig langar okkur að biðla til þeirra sem hafa tök á að fara með hestakerrur sínar eitthvað annað tímabundið að gera það.