Starfið okkar á að geta verið með eðlilegum hætti eftir nýjustu sóttvarnarráðstafanir sem hafa verið birtar á vef heilbrigðisráðuneytisins og taka gildi frá og með þriðjudeginum 20. október
Íþróttastarf sem ekki krefst snertingar verður heimilað frá 20. október, með þeim takmörkunum að tveggja metra reglan skal vera virt og ekki skulu vera fleiri en 20 saman í einstaka rými, því hefjum við aftur allt það starf sem gert var hlé á 8. október.
En við minnum á að iðkendur eru hvattir til að mæta ekki ef þeir verða varir við minnstu einkenni veikinda.
Foreldrar og aðrir sem eru að keyra og sækja iðkendur eru vinsamlegast beðin um að bíða í bílum sínum, fara hvergi inn þar sem starfið fer fram.
Yfirþjálfari sendir tölvupóst á iðkendur varðandi framhaldið og einnig verður sendu út póstur varðandi félagshúsið.