Áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Rýmkun í samkomutakmörkunum 

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa verið uppfærðar til samræmis við nýjustu tilslakanir á samkomutakmörkunum.

Heimilt er að hafa allt að 200 áhorfendur í rými á íþróttaviðburðum að uppfylltum skilyrðum um grímunotkun, 1 meters fjarlægð ótengdra gesta, skáningu allra gesta með nafni, símanúmeri og kennitölu og að komið verði í veg fyrir frekari hópamyndanir í kringum viðburði eins og kostur er. Veitingasala er heimil.

Leyfilegur fjöldi þátttakanda í æfingum og keppni fullorðinna er 50 manns. Á þeim mótum sem fjöldi keppenda er yfir 50 er heimilt að skipta forkeppni upp í fyrri og seinni hluta þar sem fjöldi í hvorum hluta fyrir sig fer ekki yfir 50 manns.

Sóttvarnarreglur í hestaíþróttum eru aðgengilegar á vef LH.