Áskriftarátak Eiðfaxa

Aðsent efni 

Frábæru félagsmenn Sörla, nú er tímaritið Eiðfaxi í áskriftarátaki og óskar eftir samstarfi við hestmannafélög landsins og vill þannig styðja við æskulýðsstarf hestamanna á Íslandi og um leið efla blaðið enn frekar. Fyrir hverja áskrift sem æskulýðsnefndin okkar safnar fær hún 5.000 kr. Þann sjóð væri hægt að eyrnamerkja einu sérstöku verkefni eða nýta eins og hvert félag telur best. Hvað það verður ætlar ný nefnd að ákveða eftir aðalfund.

Áskrifandi skuldbindur sig til að vera áskrifandi í eitt ár. Áskriftarverð er 1690 kr á mánuði.

Blaðið kemur út 4x á ári og að auki fá áskrifendur Stóðhestbókina og Árbókina (des) þeim að kostnaðarlausu.

Þið sem eruð EKKI áskrifendur nú þegar endilega nýtið ykkur þetta samstarf og styrkið okkar frábæra æskulýðsstarf í leiðinni, æskulýðsnefnd heldur utan um nýja áskrifendur.

Sendið því allar upplýsingar á netfangið aeskulydsnefnd@sorli.is með nafni, kennitölu, heimilisfangi, póstnúmer, símanúmeri og netfangi.