Fullt nafn: Snorri Rafn Snorrason
Gælunafn: Einu sinni var það Snorri Toppur
Aldur: 63
Búseta: Vesturbær Hafnarfjarðar
Fjölskylduhagir: Giftur henni Stebbu, fjögur börn og þrjú barnabörn
Starf: Smiður
Stjörnumerki: Vatnsberi
Fyndnasti Sörlafélaginn: Bjarni mágur Sig er alltaf góður
Hnakkur? Ástund special
Pulsa eða pylsa: Pylsa
Samsung eða Iphone: Samsung
Besta hross sem þú hefur farið á: Eldjárn frá Tjaldhólum bestur af mörgum góðum
Sefur þú hægra eða vinstra megin í rúminu? Vinstra megin
Merar eða geldingar? Merar
Bjór eða léttvín? Bjór
Bestu kaupin? Upphafs ræktunarmerarnar
Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég fór með Eldingu frá Neðri-Svertingsstöðum í kynbótadóm sem reyndist svo ekki vera Elding þegar örmerkið var skannað í byggingardómi
Ef þú ætlaðir að halda undir stóðhest í sumar, hvaða hestur yrði fyrir valinu? Er búinn að halda undir Eldjárn frá Tjaldhólum, Ísak frá Þjórsárbakka, Hnokka frá Eylandi, Tíberíus frá Hafnarfirði og Leyni frá Garðshorni á Þelamörk
Ef þú fengir að velja þèr lag þegar þú ert í keppnisbrautinni, hvaða lag yrði fyrir valinu? William Tell Overture eftir Rossini
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar? Fer að flauta og svo er það tannburstinn
Hestur sem þú hefur ekki prófað en værir til í að fara á? Þeir eru margir en sá fyrsti sem kemur í hugann nú er Ísak frá Þjórsárbakka
Hvað er það besta við Sörla? Frábærir félagar
Ég skora á Helgu Sveinsdóttur svilkonu mína að segja okkur frá betri hliðinni sinni