Drög að úrtöku og gæðingamóti Sörla 2024

Keppt verður á keppnissvæði Fáks 

Nú er komið í ljós að ekki verður hægt að halda úrtöku og gæðingamót hjá okkur á Sörlavöllum vegna framkvæmda á svæðinu.

Stálgrindin í nýju reiðhöllina kemur í sex sendingum og byrjar að berast á svæðið í byrjun maí. Vinnuflokkurinn sem kemur að utan til að setja grindina saman kemur 14. maí og þeir vinna öllum stundum þangað til verkið er búið og því verður ekki lokið þá.

Við erum svo heppin að Fákur hefur lánað okkur mótsvæðið sitt fyrir úrtöku og gæðingamót og verður það haldið dagana 28. maí – 1. júní.

Dagskrá og skráning verður auglýst þegar nær dregur. Hvetjum við allt Sörlafólk að kynna sér reglur LH varðandi þátttöku í úrtökum félaga fyrir Landsmót

Framkvæmd úrtöku og mótsinns er með þeim hætti að fyrri umferð er eingöngu úrtaka og hefur ekkert með gæðingamótið að gera, þeir sem vilja bara skrá sig á gæðingamót Sörla fara bara í seinni hlutann.

Í A og B flokki verður riðinn blönduð forkeppni þ.e atvinnu- og áhugamenn ríða forkeppni í blönduðum hóp.

Allir fara inn af upphitunarvelli eftir fóta og búnaðar skoðun þar sem ALLIR verða að mæta.

Við verðum að sameinast um að halda upphitunarhringnum þannig að það séu ca 5 þar inná í einu, en án undantekninga verður að mæta þar í útbúnaðar örmerkja og fótaskoðun, fyrir úrslit þurfa allir að mæta í merkingu og skoðun og aðeins þeir sem eru að fara inní úrslit eru á upphitunarvelli í einu.

Hægt verður að fá hlífar vigtaðar og beisli skoðuð við dómpall fyrir mót.

Mótanefnd
Sörla