Endurráðning yfirþjálfara félagsins

Yfirþjálfari ráðinn 

Yfirþjálfari og framkvæmdastjóri

Í byrjun maí fól stjórn framkvæmdastjóra að auglýsa stöðu yfirþjálfara í júní þar sem að samstarfssamningur um tilraunaverkefni yfirþjálfara, við Hinrik Þór Sigurðsson, rann út 30. júní 2021. Að umsóknarfresti liðnum var ákveðið að gera samstarfssamning við Hinrik Þór sem þótti uppfylla skilyrði til starfsins auk þess sem hann hefur reynslu af verkefninu og hefur skilað uppbyggingu starfsins s.l. eitt og hálft ár einstaklega vel af sér í erfiðum aðstæðum.

Stjórn og framkvæmdastjóri líta því svo á að tilraunaverkefni sé lokið og að starf yfirþjálfara sé komið til að vera. Við lítum svo á að starf yfirþjálfara sé Sörla til framdráttar, sé í samræmi við einkunnarorð  Sörla ,,Íþrótt - Lífsstíll“ og í samræmi við stefnu félagsins en í því felst að færa Hestamannafélagið Sörla nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög bæjarins sem er í takti við markmið stjórnar og kröfur styrkveitenda félagsins.  

Það er okkur því einstök ánægja að tilkynna að í dag 1.7.2021 gerðu Hestamannafélagið Sörli og Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari samning um að hann tæki að sér stöðu yfirþjálfara hjá Sörla. Samningurinn tekur gildi 1. júlí 2021. 

Markmið  :

  • Að starfa að metnaði í samræmi við gamalt slagorð félagsins ,,Íþrótt - Lífstíll"

  • Að auka grunnþekkingu ungra iðkenda.

  • Auka verulega þátttöku og þekkingu félagsmanna í Sörla á hestamennsku.

  • Auka þátttöku og samkeppnishæfi á stærri mótum.

  • Að Sörli verði fyrirmyndar félag í menntamálum hestamanna.

  • Að hafa gaman saman í skemmtilegasta hestamannafélagi landsins þar sem jafnræði er haft að leiðarljósi.

Starfssvið yfirþjálfara er m.a. að:

  • Móta heildarstefnu fyrir námskeiðahald félagsins í samstarfi við stjórn, framkvæmdastjóra og nefndir félagsins sem þar koma að.

  • Skipuleggja æfingar sem haldnar verða frá 1. september til 30. apríl ár hvert fyrir börn á aldrinum 8-18 ára. Í því felst að útbúa námsskrá, tímatöflur, manna kennara á hópa og velja/gera námsefni.

  • Skipuleggja og raða kennurum á hópa í yngri flokkum.

  • Vera tengiliður við reiðkennara í námskeiðahaldi á vegum félagsins og leggja upp með að menntaðir reiðkennarar/þjálfarar, sem eru félagar í Hestamannafélaginu Sörla og starfandi á svæðinu hafi forgang að kennslu/þjálfun.

  • Sjá um auglýsingar og upplýsingagjöf til félagsmanna varðandi námskeið og æfingar í samráði við framkvæmdastjóra.

  • Vera til aðstoðar/ráðgjafar fyrir þá knapa sem það kjósa á Landsmótum og Íslandsmótum fyrir Hestamannafélagið Sörla.

  • Vera í samskiptum við félagsmenn við kynningu á starfinu.

Um leið og við bjóðum Hinrik velkominn til áframhaldandi samstarfs langar okkur að segja að við hvetjum Sörlafólk til þess að skoða framboð næsta misseris. Við vitum að framundan er metnaðarfullt og fjölbreytt starf.

Stjórn og framkvæmdastjóri