Fákur bíður Sörlakrökkum í Hobby horse þrautabraut

Lýsishöllin í Víðidal 

Föstudaginn 17. oktober í Lýsishöllinni verđur sett upp þrautabraut fyrir hobby hesta og knapa! Hobbý Horse hefur notið gríðarlegra vinsælda í nágrannalöndum okkar enda með eindæmum skemmtilegt fyrir börn og ungmenni sem og heilsusamlegt.

Fjörið hefst kl.17:00 og þá hjálpast allir við að setja upp þrautabraut. Áætlum að þessu sé lokið kl.19:00.

ATH – þátttakendur koma með sinn eigin gæðing til að þeysast á um höllina. Hægt er að fá hest í Líflandi, einnig leynast stundum hestar í góða hirðinum, en svo er líka hægt að koma með heimagerðan hest. Á facebook er síða sem heitir “hobby horse á íslandi” þar er hægt að kynna sér þetta betur.

Hvetjum alla til að koma og vera með sem vettlingi valda og eiga skemmtilega stund saman.

Hlökkum til að sjá ykkur