FEIF Youth Camp í Finnlandi

Námsbúðir 

FEIF Youth Camp námsbúðirnar standa nú yfir í Finnlandi, þær eru fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára. Markmið búðanna er að kynna krökkum frá aðildarfélögum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða.

10 fulltrúar taka þátt í búðunum og þar af eru þrjár Sörlastúlkur þær Arnheiður Júlía Hafsteinsdóttir, Erla Rán Róbertsdóttir og Sóley Lóa Smáradóttir.  Sörlakonan Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir er formaður æskulýðsnefndar LH og fylgir hópnum í ferðinni.

Hér má lesa frétt Landsambands Hestamanna í heild sinni.