Félagmenn Sörla eru nú 952 verðum við orðin 1000 í vor?

Allir að skrá sig í félagið 

Í lok febrúar verða félagsgjöld Hestamannafélagsins Sörla send út, félagið okkar vex og dafnar og eru félagsmenn okkar nú 952, það væri gaman ef við værum 1000 í vor.

Viljum við hvetja alla þá sem nýta félagsvæði Sörla á einhvern hátt og taka þátt í viðburðum á vegum félagsins til að skrá sig í Hestamannafélagið Sörla.

Einnig hvetjum við félagsmenn okkar til að skrá börn sín í félagið því félagsgjald 18 ára og yngri er endurgjaldslaust.

Sendið tölvupóst á sorli@sorli.is og skráið ykkur í félagið.

Félagsgjöldin eru félaginu gríðarlega mikilvæg því ýmsar skuldbindingar fylgja okkar starfsemi, við þurfum að viðhalda á vélum og tækjum t.d til snjómoksturs, töluverð fjárfesting hefur verið á Bleiksteinshálsi en þar höfum við verið að girða af beitarhólf og þar er hægt að losa skít sem við notum til uppgræðslu, nú í vor þarf að koma vatni í hólfið til að hægt sé að brynna hrossum sem þar verða. Við erum búin að bæta lýsinguna við hvítagerðið og hringgerðið og síðasta haust var gömlu lömpunum í reiðhöllinni skipt út fyrir ledlampa. Ýmsar skuldbindingar eru nú væntanlegar með tilkomu nýrrar reiðhallar, t.d þarf að gera nýtt hvítt gerði fyrir aftan núverandi reiðhöll og félagið kemur til með að fjármagna og leggja til alla vinnu við battana í nýju höllinni.

Við viljum vekja athygli á því að allir skuldlausir félagar geta óskað eftir aðgangi að Worldfeng og undanfarin ár hefur félagið greitt fyrir aðgang að myndböndunum þar inni fyrir félagsmenn sína og margir aft gaman af.

Áfram Sörli.