Folaldasýning

Fallegasta folaldið 

Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 16. mars næstkomandi á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Sýningin hefst kl.13 og dæmt verður í flokki hestfolalda og merfolalda. Efstu 5 folöldin í hverjum flokki keppa til úrslita og folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega. 

Sýningin hefst kl.13:00, í hléi verður uppboð á frábærum folatollum og Stebbukaffi verður opið.

Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross@gmail.com

það sem þarf að koma fram er:
Nafn folalds
Litur
Ræktandi og eigandi

Skráningargjald er 2500 kr og er lagt inn á reikning 0545-26-3615 og kt 640269-6509
Vinsamlegast sendið kvittun á topphross@gmail.com við millifærslu.

Vonumst til að sjá sem flesta !

Kynbótanefnd Sörla