Folaldasýning

Fallegasta folaldið 

Folaldasýning Sörla 16.mars - takið daginn frá !

Hin árlega folaldasýning Sörla verður haldin laugardaginn 16.mars næstkomandi á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Eins og margir vita erum við að byggja nýja reiðhöll sem þýðir að aðstaðan okkar er ekki eins og hefur verið síðustu ár. Þannig getum við ekki tímasett sýninguna fyrr en við vitum fjölda skráðra folalda og takmarkaður fjöldi fólks getur verið í rýminu þar sem folöldin eru áður en þau sýna sig í reiðhöllinni.

Dæmt verður í flokki hestfolalda og merfolalda og verða niðurstöðurnar færðar inn á síðuna icefoal.com.

Efstu 5 folöldin í hverjum flokki keppa til úrslita og folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega. 

Í hléi verður svo hið stórskemmtilega folatollauppboð og höfum við fengið tolla undir frábæra hesta sem við munum kynna á næstu dögum.

Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross(hja)gmail.com

Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráningargjald er 3500 kr, millifært á reikning 0545-26-3615, kt.640269-6509, senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafni folalds sem skýringu.

Vonumst til að sjá sem flesta !

 Kynbótanefnd
Sörla