Folaldasýning Sörla – 18.mars – næstu 2 hestar á folatollauppboði !

Næstu tveir tollar sem verða boðnir upp 

Folaldasýning Sörla verður haldin á laugardaginn 18. mars, og hefst kl 13:00. Við höfum fengið frábæra folatolla á uppboðið okkar, m.a. Húni frá Ragnheiðarstöðum og Stein frá Stíghúsi og nú kynnum við næstu tvo sem verða boðnir upp.

*Hrafn frá Oddsstöðum – virkilega spennandi og glæsilegur stóðhestur undan Eldingu frá Oddsstöðum og Vita frá Kagaðarhóli. Hrafn hlaut 2.sætið í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti 2022. Hann var sýndur af Jakobi Svavari Sigurðssyni og hlaut fyrir sköpulag 8,56, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,10, þar af 9 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Aðaleinkunn 8,26, aðaleinkunn án skeiðs 8,63. Kynbótamat 126 stig. Ræktandi og eigandi Hrafns er Sigurður Oddur Ragnarsson.

*Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum – virkilega efnilegur og stórættaður hestur sem verður 4 vetra í vor. Álfjárn er undan ofurkynbótahryssunni Álfadísi frá Selfossi sem hefur gefið gæðinga og kynbótahross í röðum. Faðir Álfjárns er heiðursverðlaunahesturinn Arður frá Brautarholti.  Álfjárn er rauðstjörnóttur að lit og bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá hann í brautinni. Kynbótamat 121. Eigandi og ræktandi Álfjárns er Olil Amble.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16.mars. Þeir sem hafa skráð en ekki greitt skráningargjöld eru vinsamlega beðnir um að ganga frá því sem fyrst.

Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com

*Nafn folalds, nafn móður og föður, litur, eigandi og ræktandi folalds.

Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

 

Dómarar: Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson

 

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin

Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum
Hrafn frá Oddsstöðum