Folaldasýning Sörla - Úrslit

Á Sörlastöðum 

Folaldasýning Sörla var haldin laugardaginn 13.mars og voru 38 folöld skráð til leiks. Dómarar voru Þorvaldur H Kristjánsson og Jón Vilmundarson og var verk þeirra vandasamt þar sem folöldin voru hvert öðru glæsilegra. Fimm efstu folöld í hvorum flokki mættu til úrslita. Folatollauppboð tókst stórvel enda afar flottir tollar og þökkum við stóðhestaeigendunum veittan stuðning. Boðnir voru upp tollar undir eftirtalda hesta; Hreyfil frá Vorsabæ, Ljúf frá Torfunesi, Óskastein frá Íbishóli og Skagann frá Skipaskaga.

Folald sýningarinnar var Staður frá Stíghúsi, undan Álöfu frá Ketilsstöðum og Veigari frá Skipaskaga, og er þetta annað árið í röð sem Guðbr.Stígur Ágústsson ræktandi og eigandi Staðs hlýtur Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Hér eru úrslit folaldasýningarinnar:

 

Merfolöld: 

1. Þórkatla frá Fáskrúðsfirði
Litur: Rauðskjótt/blesótt
Móðir: Lipurtá frá Þorsteinsstöðum
Faðir: Þór frá Stóra-Hofi
Ræktandi og eigandi: Friðgeir Smári Gestsson

2. Þota frá Þorlákshöfn
Litur: Brúnskjótt
Móðir: Sending frá Þorlákshöfn
Faðir: Apollo frá Haukholtum
Ræktandi: Þórarinn Óskarsson
Eigandi: Koltinna ehf

3. Steiney frá Varmalandi
Litur: Rauð
Móðir: Rökkurdís frá Enni
Faðir: Steinar frá Stíghúsi
Ræktendur og eigendur: Hannes Brynjar og Ástríður Magnúsdóttir

4. Júlía frá Hafnarfirði
Litur: Rauð
Móðir: Iða frá Strönd 2
Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
Ræktandi og eigandi: Þórunn María Davíðsdóttir

5. Töfradís frá Skeggjastöðum
Litur: Brún
Móðir: Björt frá Kjartansstöðum
Faðir: Stormur frá Herríðarhóli
Ræktandi: Ellen Bergan
Eigendur: Arnar Jónsson og Jón Yngvi Pétursson

 

Hestfolöld: 
1. Staður frá Stíghúsi - glæsilegasta folald sýningarinnar
Litur: Rauðskjóttur
Móðir: Álöf frá Ketilsstöðum
Faðir: Veigar frá Skipaskaga
Ræktandi og eigandi: Guðbr. Stígur Ágústsson

2. Depill frá Ragnheiðarstöðum
Litur: Rauðskjóttur
Móðir: Heiða frá Ragnheiðarstöðum
Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson

3. Hermundur frá Ragnheiðarstöðum
Litur: Brúnskjóttur 
Móðir: Gleði frá Holtsmúla
Faðir: Hrannar frá Flugumýri
Ræktendur og eigendur: Helgi Jón Harðarson og Pálmar Harðarson

4. Vopni frá Hafnarfirði
Litur: Rauðstjörnóttur
Móðir: Vigdís frá Hafnarfirði
Faðir: Eldjárn frá Tjaldhólum
Ræktandi og eigandi: Bryndís Snorradóttir

5. Ás frá Áslandi
Litur: Rauðskjóttur
Móðir: Sóldögg frá Áslandi
Faðir: Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
Ræktendur: Kristín Þorgeirsdóttir og Þorgeir Jóhannesson
Eigandi: Kristín Þorgeirsdóttir