Folaldasýning Sörla – Úrslit

Úrslit og Þjórsárbakkabikarinn 

Folald sýningarinnar Ýmir frá Þingnesi með eigenda sínum og ræktanda Þorsteini Eyjólfsyni

Folaldasýning Sörla var haldin með pompi og prakt síðastliðinn laugardag og var metfjöldi skráninga. 29 merfolöld og 29 hestfolöld tóku þátt. Sýningin gekk frábærlega vel og dómararnir Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson stóðu sig afbragðs vel.

Folatollauppboðið var fjörlegt og skemmtilegt og voru boðnir upp tollar undir hestana; Álfjárn frá Syðri-Gegnishólum, Húna frá Ragnheiðarstöðum, Hrafn frá Oddsstöðum, Losta frá Þúfum, Stein frá Stíghúsi, Sindra frá Hjarðartúni, Vökul frá Efri-Brú og Þráinn frá Flagbjarnarholti.

Folald sýningarinnar var Ýmir frá Þingnesi, eigandi og ræktandi Þorsteinn Eyjólfsson og hlaut hann Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Hér koma folöldin sem kepptu til úrslita og meðfylgjandi er skjal með tölum um öll folöldin, en dómarar dæmdu yfirlínu, samræmi, hreyfingar og fjölhæfni á skalanum 1-5.

 

Úrslit í flokki merfolalda

1. Dagný frá Svignaskarði
Litur: Grá
Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði
Faðir: Dagur frá Hjarðartúni
Ræktandi og eigandi: Guðmundur Skúlason

2. Fjóla frá Ragnheiðarstöðum
Litur: Brúnskjótt
Móðir: Gleði frá Holtsmúla
Faðir: Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 
Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson

3. Eldey frá Kjartansstöðum
Litur: Rauðblesótt
Móðir: Hrímey frá Kjartansstöðum
Faðir: Eldur frá Torfunesi
Ræktandi og eigandi: Þórunn Sigurðardóttir

4. Una frá Ragnheiðarstöðum
Litur: Rauðblesótt
Móðir: Flikka frá Höfðabakka
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson

5. Rós frá Melkoti
Litur: Jörp
Móðir: Náð frá Bjarkarhöfða
Faðir: Stofn frá Akranesi
Ræktandi og eigandi: Hrafn Einarsson

6. Elenora frá Ási 2 
Litur: Brúnskjótt, stjörnótt
Móðir: Pála frá Naustanesi 
Faðir: Þráinn frá Flagbjarnarholti 
Ræktendur og eigendur: Ástríður Magnúsdóttir og Hannes B Sig 

 

Úrslit í flokki hestfolalda

1. Ýmir frá Þingnesi
Litur: Rauðskjóttur
Móðir: Furða frá Þingnesi
Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
Ræktandi og eigandi: Þorsteinn Eyjólfsson

2. Herskár frá Kjartansstöðum 
Litur: Fífilbleikur, blesóttur
Móðir: Sylgja frá Skipaskaga
Faðir: Hersir frá Húsavík
Ræktandi og eigandi: Þórunn Sigurðardóttir

3.Kóngur frá Bjarkarhöfða
Litur: Jarpskjóttur
Móðir: Kjós frá Bjarkarhöfða
Faðir: Hersir frá Húsavík
Ræktandi og eigandi: Haraldur Haraldsson 

4. Tumi frá Hafnarfirði
Litur: Brúnn
Móðir: Tanja frá Laugabóli
Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
Ræktendur og eigendur: Ásta Kara Sveinsdóttir og Sólveig Óladóttir

5. Hektor frá Svignaskarði
Litur: Jarpstjörnóttur
Móðir: Védís frá Jaðri
Faðir: Hringur frá Gunnarsstöðum
Eigendur: Valdís Björk Guðmundsdóttir og Jón Óskar Jóhannesson
Ræktandi: Guðmundur Skúlason

6. Fannar frá Ragnheiðarstöðum
Litur: Rauðblesóttur
Móðir: Hávör frá Ragnheiðarstöðum
Faðir: Skýr frá Skálakoti
Eigandi: Fanndís Helgadóttir
Ræktandi: Helgi Jón Harðarson 

7. Fengur frá Fögrubrekku
Litur: Rauðstjörnóttur
Móðir: Gyðja frá Fögrubrekku
Faðir: Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Ræktandi og eigandi: Jóhann Bragason

Verðlaunahafar í flokki merfolalda
Verðlaunahafar í flokki hestfolalda

Dómar allra folaldanna