Folaldasýning Sörla - Úrslit

Úrslit og Þjórsárbakkabikarinn 

Folaldasýning Sörla var haldin laugardaginn 16. mars og voru 58 folöld skráð til leiks. Friðrik Már Sigurðsson og Jón Vilmundarson dæmdu eftir kerfinu hjá icefoal.

Verðlaun voru veitt efstu 5 folöldum í hvorum flokki og dómarar völdu Kára frá Hafnarfirði glæsilegasta folald sýningarinnar og handhafa Þjórsárbakkabikarins.

Úrslit annarra folalda er hægt að nálgast í icefoal.com

 Úrslit í flokki merfolalda

 1. Álfaborg frá Síðu
  Litur: Rauðskjótt, glófext
  Faðir: Þráinn frá Flagbjarnarholti
  Móðir: Valborg frá Síðu
  Eigendur og ræktendur: Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson

 2. Hringjadrottning frá Skeggjastöðum
  Litur: Jarpblesótt, hringeygð
  Faðir: Hringur frá Gunnarsstöðum
  Móðir: Tign frá Skeggjastöðum
  Eigendur og ræktendur: Halldór Kristinn Guðjónsson, Erla Magnúsdóttir

 3. Viðja frá Svignaskarði
  Litur: Brún
  Faðir: Veigar frá Skipaskaga
  Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði
  Eigandi og ræktandi: Valdís Björk Guðmundsdóttir

 4. Efemía frá Þjórsárbakka
  Litur: Rauðskjótt
  Faðir: Ísak frá Þjórsárbakka
  Móðir: Surtsey frá Þjórsárbakka
  Eigandi og ræktandi: Svandís Magnúsdóttir

 5. Líf frá Svignaskarði
  Litur: Rauðskjótt
  Faðir: Logi frá Svignaskarði
  Móðir: Kjarva frá Svignaskarði
  Eigendur og ræktendur: Guðmundur Skúlason, Oddný Mekkín Jónsdóttir

 

Úrslit í flokki hestfolalda

 1. Kári frá Hafnarfirði
  Litur: Móálóttur
  Faðir: Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum
  Móðir: Katalína frá Hafnarfirði
  Eigandi og ræktandi: Sævar Smárason

 2. Bassi frá Brekku
  Litur: Brúnn
  Faðir: Safír frá Hjarðartúni
  Móðir: Hátíð frá Brekku
  Eigendur og ræktendur: Jón Óskar Jóhannesson, Valdís Björk Guðmundsdóttir

 3. Babar frá Borgareyrum
  Litur: Fífilbleikblesóttur
  Faðir: Glóblesi frá Borgareyrum
  Móðir: Milljón frá Ketilsstöðum
  Eigandi: Graðhestafélagið Babar
  Ræktandi: Torf túnþökuvinnslan ehf

 4. Bergstað frá Brekku
  Litur: Jarpskjóttur
  Faðir: Kriki frá Krika
  Móðir: Njála frá Efstadal II
  Eigendur og ræktendur: Jón Óskar Jóhannesson, Valdís Björk Guðmundsdóttir

 5. Sæberg frá Svignaskarði
  Litur: Brúnn
  Faðir: Gangster frá Árgerði
  Móðir: Védís frá Jaðri
  Eigandi og ræktandi: Berglind Rósa Guðmundsdóttir

Úrslit hestfolöld
Úrslit merfolöld