Opið Gæðingamót Sörla 2021 - Síðasti skráningardagur til miðnættis dag 25.maí

Á Hraunhamarsvelli 

Verður haldið dagana 27. - 29. maí

Skráning er hafin og líkur 25. maí á miðnætti.

Skráningargjald í gæðingakeppnina er 5000 kr en fyrir börn og unglinga 3500 kr.

Skeið 2500 kr.

Gæðingatölt 4000 kr.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.

Athugið: Ef keppendur óska eftir að skrá eftir að skráningarfresti lýkur er greitt tvöfalt skráningargjald. Ekki er hægt að bæta við skráningum eftir að ráslistar hafa verið birtir.

 

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
A-flokk ungmenna
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
Ungmenni
Unglingar
Börn
Pollaflokkur
100 m skeið
Gæðingatölt 21 og yngri
Gæðingatölt 1 flokkur
Gæðingatölt 2 flokkur

 

Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni https://www.lhhestar.is/.../kafli-7-reglugerdir-um...

Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna. Áhugasamir setji sig í samband við mótanefndina motanefnd@sorli.is

https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add