Grilltúr 2021

Félagsreiðtúr 

Hinn árlegi grillreiðtúr verður farinn föstudagskvöldið 14. maí. Lagt verður af stað frá suðurgafli Sörlastaða kl 19:00.

Vegna sóttvarnareglna þá verðum við að hafa Grilltúrinn með breyttu sniði. Farið verður í góðan reiðtúr og hvetjum við svo félagsmenn til að grilla saman í húsum sínum í litlum hópum.

Veðurspáin er góð - Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja
Ferðanefndin