Hafa sóttvarrnarreglur í hestaíþróttum verið uppfærðar til samræmis við nýjar reglur.
Æfingar og keppni eru heimilaðar. Fjöldatakmörkun á æfingum og í keppni er 50 manns.
Fjöldatakmörk á áhorfendasvæðum er 100 manns og heimilt er að hafa tvö 100 manna hólf. Sæti þurfa að vera númeruð og tryggja þarf 1m. á milli óskyldra aðila. Grímuskylda er á áhorfendasvæði. Skrá þarf alla áhorfendur, nafn, símanúmer og kennitölu. Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu.
Veitingasala er heimil áður en mót hefst en ekki má selja veitingar í hléi. Koma verður eins og kostur er í veg fyrir hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburði.
Engin blöndun á áhorfendum og keppendum er heimil.
Sjá gildandi sóttvarnarreglur hér: https://www.lhhestar.is/is/covid